Vá hvað það er mikið mál að svara á huga hjá fólki í bekknum mínum!

Ég var í enskutíma, við vorum með fartölvuverið í híopavinnu, og kennarinn leyfði mér að sleppa því að vinna því ég var eiginlega búinn að vinna allt í verkefninu á meðan hinir voru á leikjanet.is. Jæja, ég fer á huga, innskrái mig, í held ég fyrsta skipti sem ég skrái mig inn á huga í skólanum, merk tímamót ^^

En allavega, eftir smástund var kominn hópur af krökkum fyrir aftan mig, öll störðu á tölvuskjáinn, og ég að skrifa komment (btw. þá er ég EKKI perri), og já, allir bara, hvað ertyu að kommenta á, uhh, vá komment á huga! Sem betur fer sáu þau ekki nickið, held ég…

Hugi er framandi fyrir suma, ein stelpan sagði m.a.s. “Hvað er hugi.is?”!!! Heimska fólk. Reyndar var einn af þessum sem fylgdist með mér fyrrverandi sorpari, en hann er hættur, sem betur fer ^^

Það er óþægilegt að hafa e-n yfir sér þegar maður er að skrifa á huga/msn/aðrar netsíður -_-"