Ok.. Ég veit að þið munið öll eftir því þegar þið voruð lítil, og maður hlakkaði alveg óendanlega til jólanna, og þegar þau voru búin byrjaði maður að hlakka til næstu jóla. Ójá. Svoleiðis var það. Allavega hjá mér:/

Ég hef verið að finna það að ég hlakka miklu minna til hluta eins og t.d. afmælisins míns, jólanna, páska.. Þetta er skrýtið! Eru einhverjir fleiri þarna úti svona, eða er ég bara ein með þetta? Þetta gæti reyndar tengst því að núna eftir fermingu fæ ég engar jólagjafir frá öðrum ættingjum en þeim nánustu[ma og pa, systkini, amma og afi] og svo frá vinkonum mínum auðvitað;)[ÉG ELSKA GJAFIR..]:D

En afhverju gerist þetta? Það er svo gaman að hlakka til einhvers!:D Það er líka skrýtið hvað þetta er fljótt að líða þegar maður hlakkar ekki svona rooooosalega til:P

Ég er samt eiginlega komin í jólafíling.. Enda annar í aðventu! Jesús.. Það er viirkilega svona stutt í jólin!:D Allavega, það eru komnar seríur og e-ð hjá mér og í kvöld bökuðum við mamma smákökur:P

En þetta voru kannski ekki svo mikið pælingar frekar en bull bara:D