Og svo fór ég á msn og var eitthvað að spjalla. Og svo skrifaði ég af einhverri ástæðu orðið “Jón”. Og þá fór heilinn minn allt í einu í gang og unni sér ekki hvíldar fyrr en hann hafði komist að því hvað það var nákvæmlega, hvað var að valda honum óróa. Og svo loksins fattaði ég það… og þá leið mér eins og kjána.

Ef þú tekur orðið/nafnið “Jón” og bætir stafnum “l” fyrir framan það, hvað færðu þá? Jú… mikið rétt! LJÓN!!! Og þetta hefur hvorki ég, né nokkur annar sem ég hef komist í kynni við, gert sér grein fyrir eða haft orð á, í minni návist! Og svona hefur þetta þó verið síðan nafnið Jón kom gerði fyrst vart við sig (geri fastlega ráð fyrir að það hafi verið bæði eftir að stafurinn “l” og konungur kattanna, ljónið nefnilega, kom fram á sjónarsviðið.

Nú búum við yfir þeirri þekkingu sem þarf til þess að senda fólk til tunglsins, búa til harðan disk á stærð við nöglina á okkur, sem geymir ógrynni upplýsinga, fljúga heimshornanna á milli í tveggja hæða farþegaþotu, og búa til m&m með hnetusmjörsbragði og þrátt fyrir þetta allt saman, hefur enginn minnst á þetta jóns-ljónsfyrirbæri áður?! Hvað er fólk eiginlega að hugsa? Ha? Hvað er það nákvæmlega sem gengur á inní heilabúi hins almenna íbúa þessarar jarðar?

Heimsku tuddar.