ég ætla að deila með ykkur svolitlu sem að ég gerði í heimilisfræði:

Ég var að baka köku…og var að skella henni inn í ofinn þegar kennarinn kemur og segir mér að jafna hana aðeins…eða slétta aðeins úr henni.

anyways…ég legg kökuna frá mér á eldavélina og tek gaffal og byrja að slétta úr henni…en þá kviknar allt í einu í kökunni! það byrjar að rjúka úr henni og kemur hræðileg fýla. ég byrja að öskra: Hjálp!! það er kviknaði í kökunni!! það er einhvað að gafflinum!!

Kennarinn kemur þá hlaupandi og segir: Gróa mín, það er kveikt á hellunni undir kökunni!

og núna er endalaust gert grín að þessu…en svona er ég bara stundum…ég er ljóska í dulargervi!

Kv HoneyBunny