hmmm…

ákvað að segja ykkur frá skóladeginum :) ..bara í ganni..

en já ég mætti í skólann klukkan átta og byrja á því að fara í félagsmálafræði..þar sem ég og nokkrir aðrir voru bara fengnir til að mála hljómsveitarherbergið í félagsmiðstöðinni í 2x tíma! :P ..mjöög spes

enda er ég öll útí málingarslettum !

…svo kom að íslensku og þar vorum við að horfa á mynd í öðrum tímanum, og svo koma að því að tala um Engla Alheimsins…þar sem að við erum að fara að byrja á henni…og kennarinn fór að tala um að geðklofi komi bara upp um tvítugt hjá konum …ég er hrædd :|

mig langar ekkert að enda á klepp :| …


svoo kom að stærðfræði… þar sem að ég hélt að við myndum fara yfir það sem við áttum að gera heima. En það var ekkert smá erfitt hefti með einhverjum rugl spurningum sem ég var heillengi með í gær!!! mjööög lengi !

en neinei…segir hún ekki bara að svörin séu svo aftast !! ..pff

..það hefði verið ágætt að vita það fyrr !