Þessi saga gerist á sléttum Afríku.

Lítill drengur situr undir tré og grætur. Hann er aleinn. Hvert sem augað eygir er víðamikil sléttan. “Hvar er móðir mín?” hugsar drengurinn og grætur enn sárar.

Á öðrum stað situr kona við vatnsból og þvær fatnað í köldu vatninu. Tár renna niður kinnarnar en hún hefur ekki fyrir því að þurrka þau af. “Hvað hef ég gert?” hugsar hún og tekur fyrir andlitið.

Förum nú aðeins aftur í tímann og skyggnumst inn í lítið þorp á sléttum Afríku. Þar er kona að fæða barn. Það er lítill strákur. Konan er alsæl og hugsar með sér að lífið gæti ekki verið betra.

Sjö árum síðar er þessi sami drengur að leika sér við önnur börn. Litli sjö ára drengurinn tekur í hönd vinars síns og segir: “Ég ætla sko að giftast þér þegar ég verð fullorðinn, ég elska þig”. En faðir litla drengsins heyrir þetta og hann er ekki ánægður. Litli drengurinn hans er öfugur. Hann fer til móðurs drengsins og skipar henni að deyða drenginn. Enginn faðir gæti lifað þá smán að eiga dreng sem hrífst fólki af sama kyni. Konan lofar að deyða drengin. Hún tekur upp hníf og kallar á hann. Drengurinn kemur strax til móður sinnar, en þegar konan lyftir hnífnum brest hún í grát. Hún tekur drenginn og hleypur með hann langt langt frá þorpinu. Hún lætur hann setjast undir tré og segir: “Hér er nýja heimilið þitt, ég elska þig en þú getur bara ekki búið lengur hjá mér”. Svo fer hún aftur í þorpið og skilur litla drenginn aleinann eftir. Drengurinn horfir á eftir henni og byrjar svo að gráta.