Ég var að taka til … Eyða öllum sem ég tala aldrei nokkurn tímann við.

Og þess má til gamans geta að við það fuku 36 í burt. Gaman að því.

Hinsvegar standa 77 eftir sem ég tala einhverntímann við. Það er soldið mikið finnst mér. Ég algerlega “wtf?”

Og fann svo fyrir þörfinni til að monta mig.

Til gamans má geta að ég komst einnig að því hve lítið Ísland er í dag. Ég fór í ökutíma hjá frænda mínum, allt í fínu með það.

Síðan klára ég tímann og keyri heim til stráksins sem átti að fara í tíma næst. Hann kemur og talar smá við ökukennarann á meðan ég bíð afturí bíðandi eftir að fá far heim.

Síðan heyri ég ýmislegt … Gaurinn vinnur á McDonald's í Kringlunni … Ég opnaði eyrun betur … Hann hét Ómar … Eitthvað var að smella. Þá mundi ég eftir því að hún jakidulla var að spyrja ferskjuna um hann einn daginn.

Spurði hann þá hvort hann þekkti Önnu Jakobínu og já, það gerði hann. Ljáðist reyndar að spyrja hvort hann þekkti H*****i og H***u sem vinna á McDonald's.

Síðan komst ég heim til mín og fór stuttu eftir það í aukatíma í stærðfræði út í FB.

Þar komst ég að því að leiðbeinandinn þekkti tvo bræður afa míns, og þekkti þar af leiðandi ökukennarann minn sem ég var að enda að tala um. Enda er ökukennarinn minn sonur afabróður míns.

Enn ein sönnun fyrir smæð landsins. God, I love it!