ég veit ekki hvort að það sé bara ég..

en alltaf þegar ég er í kringlunni, nánars tiltekið á stjörnutorginu…þá fer fólk á næstu borðum alltaf að tala við mig.

sem dæmi má nefna:

ég var með vinkonu minni að borða mcdonalds…svo voru strákar á næsta borði..lítur einn ekki á okkur: Stelpur ! vitiði ekki að þið verðið feitar á því að borða mcdonalds..ég meina hafiði ekki séð Super size me ! …og við bara: nei það held ég ekki…og héldum bara áfram að borða í rólegheitum. Eftir smá stund segir hann alveg…ég var bara að djóka sko ! (haha það var bara fyndið þá, því að leit út eins og sæji geðveikt eftir þessu)

og svo í dag þá var ég þarna aftur..og við vorum að ákveða að fá okkur ís…og neinei..einhver náungi fyrir aftan okkur (sem var örugglega svona 2 metrar eða meira á) keumur bara JÁÁÁ :D fáum okkur íííssss! ..haha og okkur brá svo þannig að við störðum bara á hann….og þá varð hann geðveikt vonsvikinn bara: ókei eða ekki :(

ég stórefa að ykkur finnis þetta fyndið þar sem þetta eru svona “had to be there” moment..en mér finnst þetta allavega sniðugt :P hehe..


kemur þetta einhvern tímann fyrir ykkur??