O.k ég sá þessa sögu sem ég var búinn að gleyma að ég hefði skrifað og ákvað að setja hérna.


Þessi saga gerist á köldu vetrar kvöldi, Dr. Palli M. Snubbólus var að vinna að vísindaverkefni ásamt sínum dygga þjóni Rúdólfi. Hann ætlaði að skipta á heilum Rúdólfs og fílsins síns Nonna. Rúdólf samþykkti reyndar ekki í fyrstu en eftir nokkrar mínútur í rafmagnsstólnum snerist honum hugur. Dr. Snubbólus var búin að setja fílinn sinn Nonna og Rúdólf líka í tækið og kveikja á því þegar eldingu laust niður beint á húsið og rafmagnsbylgjur flæddu um allt húsið og eitthvað gerðist við tækið sem átti að skipta á heilum svo að það blandaði Nonna og Rúdólfi saman í eina lífveru. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur gott fólk, niðurstaðan var ekki mjög falleg.

Eitt annað hafði gerst fíllin Rúdólf eins og hann verður kallaður héðan í frá, varð klikkaður og æddi út úr húsinu og stefndi í áttina að gamalli konu með fimm röndóttar vatnsmelónur á hausnum. Gamla konan æpti, stökk til hliðar og dró upp vélbyssu og byrjaði að skjóta á fílinn Rúdólf. Hann varð hræddur og hljóp út í skóg. Dr. Snubbólusi fannst þetta hræðilegt, hann varð að stoppa hann áður en fleiri gamlar konur draga upp tætara og skjóta á fílinn Rúdólf. Hann hljóp á eftir honum inn í skóginn, hann tók með sér það eina sem gæti gert fílin Rúdólf heilbrigðan á ný “sultu” ef hann næði að bera sultu á vinstra augað á fílnum Rúdólfi myndi hann hætta að vera klikkaður og þá yrði heimurinn aftur eins og hann var. Hann hljóp eins hratt og hann gat í gegnum skóginn þar til hann sá loks fílinn Rúdólf. Hann hafði aðeins eina von, (ath. slow motion scene í vændum) hann kastaði sultukrukkunni af öllu afli, hún þeyttist gegnum loftið og viti menn. Hann hitti í vinstra augað á fílnum Rúdólfi. Rúdólf var aftur eins og hann var venjulega fyrir utan að hann var mannfíll með brotna sultukrukku í vinstra auganu. Dr. Snubbólus faðmaði gamla vin sinn og saman gengu þeir aftur að rannsóknarstofunni glaðir í bragði.


Yeah babey, happy ending ekki satt?
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?