Áðan sat ég í sakleysi mínu og hafði ekkert að gera. Þá fékk ég Þorgrím flugu í höfuðið og ég ákvað að skutla mér í bað! Það reyndist vera mjög gaman! Ég lét renna í baðið og lét svona til að fá froðu oní. Fór svo og fann mér dót til að leika mér að í baðinu, ég fann Hallgrím og Margeir. Hallgrímur er einhvurslags skrýtinn bað froskur og Margeir er bátakall sem ég fékk í Weetos pakka hér um árið. Svo bara fór ég í þetta yndislega bað, lék mér við Hallgrím og Margeir og einnig froðunni sem var í baðinu. Lét á mig froðuskegg og allskonar svoleiðis gaman, líka mjög einhverft.
En svo allt í einu kom ÖND fljótandi!! Ekki svona venjuleg ÖND heldur gúmmíÖND!!!! Ég algjörlega panikkaði, flýtti mér að ná í e-ð prik og náði að kasta ÖNDinni í burtu! Þetta var svakaleg lífsreynsla að vera bara að einhverfast í rólegheitunum í baði þegar ÖND kemur bara fljótandi í átt að mér! En sem betur fer lifði ég af! En nú er ég að pæla, hvernig tókst ÖNDinni að komast í baðið? Hvað eru endurnar að reyna að gera næst?!


En jæja, að léttari málefnum! Það verða fiskibollur úr dós í matinn hjá mér í kvöld! =D En ykkur?

Ég er að hugsa um að fara að naglalakka neglurnar á mér.. skærrgular! =D
We were swimming in the ocean