uppáhalds súkkulaðin mín !^^, Yay ! Fyrsta grein mín hérna á sorpinu skal vera um þau súkkulaði sem eru í uppáhaldi hjá mér og fleira í þeim dúr. Því að hverjum finnst súkkulaði ekki gott ?! :O

Jæja, Í fyrsta lagi verð ég nú að nefna ekta Nóa Síríus súkkulaði sem er bara eitt af þeim bestu í heimi ! ofsalega gott og hreint. Ekkert annað en pjúra mjólkur súkkulaði af bestu gerð hér á ferð !:D

Svo kemur einnig Draumur sem að er súkkulaði “vafið” um tvær lakkríslengjur. Mjög, mjög gott á bragðið. ;) Algjör draumur eins og hann Jónsi vinur okkar hefur oft endurtekið í gegnum tíðina.. :)

Já svo er nú eitt af þessum nýrri, en það er Wonka súkkulaði ! Ég smakkaði það þegar ég fór í bíó á Charlie and the Chokolate Factory og ég nú bara heillaðist alveg ! Fékk mér þetta rauða hnetusúkkulaði sem er samt ekki með hnetum en bara hnetubragði !:O Algjört meistaraverk ;). En ég fékk ekki golden ticket til USA sem var frekar fúlt. :( *hóst*

Já svo er það nú einnig tromp sem er í miklu uppáhaldi hjá minni ! Samanstendur af súkkulaði, lakkrís og marsípan. Þetta er nú bara lítið og ódýrt súkkulaði sem þú getur einnig keypt í pakka, en þá eru þau fleiri saman en aðeins minni.

Að lokum vill ég einnig minnast á Snickers sem er bara uppáhaldsSúkkulaðið mitt af öllum hér ofangreindum. Það er nú bara svo gott !:D Þetta er nú súkkulaði með hnetu og karmellu bragði og það blandast alveg voðalega vel saman uppí munninum. Algjört æði !;)

Já svo geta nú þeir sem nenntu að lesa þetta sagt aðeins frá sínum uppáhalds súkkulaðitegundum.. :D vona að þetta hafi verið samþykkt sem grein.. Annars værirðu nú ekki að lesa þetta !:O mwahaha..^^, Takk fyrir mig. :*
——