Í Suður-Múlasýslu sælu á ég reit
uppi í sveit
Fjallasalinn hvergi fegurri ég leit
uppi í sveit

Níu á ég krakka og konu sem er feit
uppi í sveit
Kynstrin öll af kindum og kúahjörð á beit
uppi í sveit

Og ég fæ styrk frá landbúnaðarráðuneyti.
Jahá! Og aukagreiðslur úr framleiðnisjóði.
Og enginn annar kemst á markaðinn
því mjólkurkvótinn er minn.

Veslingurinn pabbi á vinnu út sér sleit
uppi í sveit
en ég ætla ekki að enda eins og sjálfdauð geit
uppi í sveit

Að liggja uppi í sófa er það besta sem ég veit
uppi í sveit
því ég nenni ekki að vinna í níu tíma streit
uppi í sveit

Og ég fæ styrk frá landbúnaðarráðuneyti.
Jahá! Og aukagreiðslur úr framleiðnisjóði.
Og enginn annar kemst á markaðinn
því mjólkurkvótinn er minn.

Í Suður-Múlasýslu sælu á ég reit
uppi í sveit
því framsóknarmaddaman er fönguleg og feit
uppi í sveit




Orðskýringar í boði Baggalúts:

Streit: Sleitulaust, í belg og biðu.
Framsóknarmaddama: Hefðarfrú úr Framsóknarflokki.
Hér tákngerving hins illa.







Og svo lagið Kallinn:


Flöskudagur, kallinn kominn í gír.
Slátra nokkrum köldum yfir leiknum.
Nettur á því, transið skrúfað í botn.
Testa nýja gallann, za za za.
Hringi í krúið, tékka á stemmaranum.
Býð þeim upp á kæjann til að tjilla.
Hlöðum nokkrum köldum, elgstrípaðir og fitt.
Massagóðir á því. Nema hvað?


Ó þarna fer hann. Æ, ósköp er hann alltaf smart.
Enn ein skvísan fallin.
Ég myndi gera allt til að vera eins og hann.
Alveg eins og kallinn.



Tékka á bænum, raðir lengst upp í sveit
en kallinn flýgur inn á undan bolnum.
Plantar sér við barinn. Kallinn kominn í feitt.
Tíurnar í röðum flykkjast að.
Splæsi á eina Cosmo og sex-on-the-beach.
Hesttanaðar töskur, þéttur bílskúr.
En áður en ég spæni í taxa. Ég spyr, til að vera viss.
,,Ég sprengdi ekki í þig í gær, var það?"



Ó þarna fer hann. Æ, ósköp er hann alltaf smart.
Enn ein skvísan fallin.
Ég myndi gera allt til að vera eins og hann.
Alveg eins og kallinn.





Orðskýringar í boði Baggalúts:

Gír: Til í tuskið, hinn hressasti
Slátra: Hér dreypa á
Nettur: Kátur
Transið: Allvinsæl tegund dægurtónlistar
Testa: Reyna; hér máta
za za za: Mökunarkall æðri spendýra
Krúið: Áhöfn; hér félagar
Stemmarinn: Andrúmsloft, stemmning
Kæjinn: Herbergiskytra
Tjilla: Slaka á, hafa það náðugt
Hlaða: Hér svolgra í sig
Elgstrípaðir: Með aflitaðar rákir í hári. Elg- er hér áhersluforskeyti
Fitt: Í góðu líkamlegu ásigkomulagi
Massagóðir: Massa- er hér áhersluforskeyti
Smart: Spengilegur, glæsilegur
Tékka: Aðgæta
Bolurinn: Hér almúginn
Planta sér: Koma sér vel fyrir
Tíurnar: Íðilfagrar konur
Cosmo: Vinsæl vodkablanda með trönuberjakeim
Sex-on-the-beach: Vodkablana með ávaxtakeim
Hesttanaðar: Sólbakaðar, hest- hér áhersluforskeyti
Töskur: Hér barmur
Bílskúr: Hér afturendi
Spæna: Splæsa, borga
Taxi: Leigubifreið
Sprengja í e-n: Hér kynferðismök




How did you like this? Better than Iceland?

Þýðing: Hvernig líkaði ykkur þetta? Betra en Ísland?