Ég held alveg örugglega að ég hafi séð kork hérna fyrir neðan um svipað efni. Nema mig hafi verið að dreyma. Samt ætla ég að búa til minn eiginn kork um svona mál. Korkar hafa nú aldrei drepið neinn, ekki af minni vitund allavega.

En það sem ég var að velta fyrir mér er orðið “ófreskja”. “Ó-ið” í þessu orði gefur til kynna að þetta sé andstæða “freskju”. Þannig ég velti fyrir mér, hvur andskotinn er “freskja”?

Til að komast að því þarf ég að komast að því hvað “ófreskja” er. Samkvæmt mínu minni er “ófreskja” einhver hræðileg vera. Skrímsli.

Þannig samkvæmt því ætti “freskja” að vera einhvar dásamleg vera. Engill.

Er Himnaríki þá fullt af “freskjum”? Eða er Himnaríki til yfir höfuð? Er það ekki bara einhver staður sem einhverjir gaurar bjuggu til fyrir langa löngu. Og sköpuðu þessir sömu gaurar þá ekki líka Guð. Kannski er Guð ekki til heldur. Guð er ef til vill einhver tilbúningur. Svo hafa þessir gaurar dreift þessum boðskap sínum og sagt að þeir væru sendiboðar hans á jörðinni.

Og fyrst þessir gaurar voru búnir að búa til Guð, hetjuna sem bjargar og fyrirgefur öllum þeim góðu, þá þurftu þeir að verða sér út um “vonda-kallinn”. Því hetja þrífst ekki án þess að “vondi-kallinn” sé til staðar.

Og hvað fá gaurarnir nú skúrk sem hetjan þeirra getur barist við? Jú, þeir búa hann til líka. Það er Djöfullinn, Satan, Kölski eða hvað sem fólk við kalla hann. Það má jafnvel kalla hann “ófreskju”. Og auðvitað þarf “vondi-kallinn” að eiga sér sinn samstað, lýkt og Guð. “Vonda-kallinum” er úthlutað Helvíti. Þar á hann heima með öllum sínum djöflum og skepnum, rétt eins og Guð á heima í Himnaríki með öllum englunum sínum.

Hefur “freskja” þá ekki upphaflega verð orð yfir Guð og alla hans engla og svo “ófreskja” komið til sögunar eftir sköpun Satans og djöflanna hans?

Það held ég.