Hver er skrítnasti geisladiskur sem þið hafið keypt eða heyrt?
Númer 1 hjá mér verð ég að segja Frances the Mute, en eitt forspilið á þeim disk er 5 mínútur, og forspilið er fuglasöngur! hverjum dettur eiginlega í huga að búa til disk með 5 mínútna fuglasöng?
já, svo eru lögin á þessum disk líka helvíti skrítin…en þetta er sammt mjög skemmtilegur diskur..bara helvíti skrítinn =D


Númer 2 segi ég svo American Idiot með Green day. Þessi diskur er eins og saga…eitt lagið heitir t.d. St. Jimmy, en svo kemur áðurnefndur St. Jimmy einnig fyrir í 2 öðrum lögum ásamt the Jesus of Surburbia! Þetta er skemmtilega steiktur diskur =D
Og pælið í því, að báða diskana keypti ég bara út af einu lagi! Á Frances the Mute er það lagið The Widow sem ég varð að eiga (snilldar lag) og á American Idiot var það lagið Boulevard og broken dreams sem er ennþá meira snilldarlag…
Allaveganna, ég er farin að hlusta á fuglana…
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*