OMG. Hætta sem vofir yfir samfélaginu eins og hrægammur yfir kalli sem er alveg að drepast. Ungar stúlkur freistast til að segja OMG þegar þær eru verulega yfir sig hneykslaðar. OMG var á fullu hér fyrir stuttum tíma, en ég stóð í þeirri trú að það væri algjörlgea útdautt. Fæ ég síðan ekki yfir mig OMG af bestu gerð, ekta, tha real thing.

Hér pósta ég MSN-samtali einu, með breyttum nöfnum (nema mínu náttúrulega, það vita hvort eð er allir)



Leifur… said:
já…vitiði, þetta hljómar ekki vel…

(*)SIGGA og VIGGA.. Í sturtu(*) said:
hvað?

Leifur… said:
msn-nafnið…

(*)SIGGA og VIGGA.. Í sturtu(*) said:
aðn vigga sé í sturut.. ég meina OMG.. má hún það ekki eða

Leifur… said:
nei, þeta hljómar eins og þið séuð báðar í sturtu…

(*)SIGGA og VIGGA.. Í sturtu(*) said:
oki



Þessu hef ég virkilegar áhyggjur af. Hafa ungar stúlkur í dag enga sjálfsvirðingu? Segja þær OMG bara si sona? Ég hvet ykkur, lesendur góðir, til að hefja upp herör gegn þessari óværu! OMG mun brátt tröllríða öllu, ekki bara ungum stúlkum, heldur munu gamalmenni, sem og fólk á öllum aldri, láta þetta út úr sér án þess að skammast sín hið minnsta.


Niður með OMG!