Ég var að velta því fyrir mér hvort Homeblest sér virkilega jafn gott báðu megin. Samkvæmt auglýsingum er svo, en ég treysti aldrei auglýsingum.

Þannig hvað gerði ég? Jú, ég fór og kannaði málið. Ég fór út úr herberginu mínu, labbaði niður stigann og fór inn í eldhús. Þegar þangað var komið opnaði ég eina skúffu og fann þar Homeblest pakka, bláan, með 50% meira í. Ég opnaði pakkann.

Ég ákvað að að byrja á að prófa að látta súkkulaðið snúa niður. Ég borðaði 4 stykki. Næst borðaði ég aftur 4 stykki, en í þetta skipti sneri ég súkkulaðinu upp.

Niðurstöður voru sláandi! Það var bragðmunur! Þegar súkkulaðið sneri upp kom mun betra bragð, yndislegt súkkulaðibragðið fyllti mig allann og eftirbragðið var rosalegt. Hinsvegar þegar súkkulaðið sneri niður var annað upp á teningnum. Hið frábæra súkkulaðibragðið fékk ekki að njóta sín jafn mikið og eftirbragðið var ekki jafn mikið.

En sama hvernig kexið sneri var það alltaf gott, en bara betra þegar súkkulaðið sneri upp.