Um daginn þá fékk ég samsung x600 myndavélasíma í gjöf. Hann er að mestu leyti fínn, léttur og þægilegur en það eru nokkrir gallar. Ég er í símafyrirtækinu og vodafone sem að hefur verið fínt hingað til. Að minnsta kosti held ég að þetta sé símafyrirtækinu að kenna.
Núna á að vera eitthvað geðveikt tilboð hjá og vodafone! Sem gengur út á það að maður getur sent myndirnar í símann til vinar síns….frítt! JEJJ! En málið er að það virkar ekkert alltaf, það er eitthvað “svolítil” bilun hjá þessari tegund af símum…. tilviljun, og m.a. þá er þetta tilboð bara í gangi yfir sumarið. Svo reyna þeir að græða svo mikið á þessu að þeir geta ekki látið snúru fylgja með pakkanum svo að maður geti sett myndirnar beint inn á tölvuna, heldur verður maður að senda þær í tölvuna… það virkar ekki… og eftir sumarið þá kostar það. Ég yrði ekki hissa ef að myndasendingarnar myndu kannski fara að virka akkúrat þá!! Stundum get ég sent myndir í tölvuna eða til vina minna en annars kemur alltaf network failed!!! :(
Ég mæli ekki með þessum f…… símum eða ekki þessu draslara og vodafone liði!!!! Það eru fleiri gallar! Það er eitthvað voða vandamál með gprs stillingarnar og svo þarf maður alltaf að velja ABC mode svo að maður fari ekki að skrifa sænksu!!! En hann er fínn ef þið ætlið bara að eiga myndirnar í símanum ykkar eða bara nota hann til að hringja :D … eða fara í leiki… þeir eru frábærir, líka vekjaraklukkan, hringingarnar og dagatalið.

(er þetta og vodafone að kenna, allavega þegar ég hringdi í þá, þá sögðu þeir að þetta væri eitthvað vandamál með þessa tegund af símum)