Hérna er smá saga sem að ég og tveir vinir mínir settum saman eitt kvöldið á msn og heitir hún; The Bleiki Kallinn does Europe… and everything else!! vona ég að þessi saga verði samþykkt þrátt fyrir það að vera snauð af öllu sem heitir söguþráður eða uppbyggjandi gildi =P en hér er sagan:


Einu sinni var bleikur kall í ósýnilegri dós sem var ekki til, en hann flutti svo yfir í græna doppótta kassann með engum hornum á en honum til mikillar mæðu þá komst hann að því að það var eingin hurð heldur á kassanum þar sem að hurðin var á horninu á kassanum sem ekkert var!!
Komst hann því ekki inn þannig að hann ákvað að ferðast yfir í hinn enda alheimsins, finna heppilegt svarthol og byggja þar stjörnuhlið sem opnaði ormagöng inní grændoppótta hornlausa kassann.
Áttaði hann sig á að hann kunni ekki að fljúga og átti ekkert geimskip til að komast í hinn enda alheimsins svo hann reyndi að húkka far hjá gíraffanum sem sagði svo bara sné og þá fór hann til apans í trénu að reyna að sníkja far þangað en apinn sagði líka bara sné!! Komst hann þá að því að hann yrði að læra Sné og fór til suðurskautsins að læra Sné hjá mörgæsunum til að getað talað við gírafann og apann í trénu en tókst það ekki því að mörgæsirnar töluðu bara sná og gátu því ekki kennt honum sné og fór hann því fýldur í burt og ákvað að gera eitthvað annað.
Ákvað hann að viturleg stefna í lífinu væri að flytja til madagaskar, byrja að rækta smá vaxnar og okurseldar agúrkur og reka flugeldasmiðju í bakhöndina, með smá hjálp frá litla eskimóska vin sínum sem hann kynntist á flótta undan brjálaða mörgæsa mótorhjólagenginu á suðurskautinu en þar sem agúrkurnar urðu ekki rétt lagaðar hjá honum samkvæmt lögum, voru allar kræklóttar, þá sat hann uppi með slatta af agúrkuklösum þar sem hann mátti ekki setja þær á markað útaf lögununum, þar sem þær töldust ekki agúrkur samkvæmt lögum!!! Kom svo í ljós að því að flugeldasmiðjan var ekki alveg að virka þar sem eskimóa vinur hans var svolítil ljóska að hann átti sig ekki á því hvernig átti að fá eld til að fljúga!! Þannig að hann ákvað því að loka eskimóann inni með öllum gúrkunum og kveikja svo í öllu heila klabbinu!
Fór hann svo til Jamica og ákvað að fara að rækta kanabis sér og öðrum til heilsubótar og útflutnings en komst hann að því að það mátti ekki og ákvað hann þá að bara halda því áfram þar sem að hann var of skattur til að vera sama, svo að þarna var hann staddur; búinn að ferðast heimshornanna á milli, í raun vitandi ekkert hvað hann vildi, staddur á Jamaica og reykjandi og seljandi “a whole böns of pod”, í óvild laganna svo kom löggan á röndóttu hjólunum sínum með bleiku áklæðum og reyndu að stinga honum í fangelsi!
Var bleiki kallinn of snéðugur svo að hann faldi sig í áklæðunum á hjólum löggurnar þar sem þau voru samlita honum en dugði það ekki lengi þar sem að löggurnar ákváðu að fara með hjólin í bílaþvott þegar þær voru búnar að leita útum allt heima hjá honum og festist hann í burstunum á þvottastöðinni og handtóku löggurnar hann þá og stungu honum í fangelsið!!
Uppgötvaði hann að á hverjum vaktaskiptum þá hafði hann 40 sekúndna ramma til að teygja sig á milli rimlana með einhverri framlengingu á höndina á sér, draga lyklana til sín af borðinu, opna fyrir sér, læðast út úr klefanum og hlaupa að skúffunni, ná í skrúfjárn, skrúfa loftristina lausa, grípa kleinuhringi, skríða uppá þak, flýja útá þjóðveg og komast á puttanum til mexíkó þar sem hann gæti byrjað nýtt líf sem dýralæknir fyrir ríkt fólk sem kemur inn með chuwawa hundana sína og lætur kemba þá fyrir 1000 $ á tímann!!!
Gerði hann það og endaði með því að deyja á elli árum sínum í fallhlífastökki í Timbúktú, þá ríkur 17 barna faðir og 5 eiginkvenna maður…
THE END


©2004 Anna, Bjarni og Diddi