Öskudagurinn er skemmtilegur dagur sérstaklega fyrir yngri krakkana. Í mínum skóla mæta 1.-8. bekkur í grímubúningum og svo er gengið inn í íþróttahús þar sem kötturinn er sleginn úr tunnunni og farið er í leiki og ýmislegt fleira. Eftir hádegi fara allir þeir krakkar sem vilja og ganga í fyrirtæki, syngja og fá nammi í staðinn. Svo bara sitja allir krakkar heima næstu daga á eftir og borða sig södd af nammi:D Gleðilegan öskudag;)