Afríkufíllinn er frændi Indverska fílsins en Afríkufílarnir er ekki tamdir sem vinnudýr.
Hámarksaldur Afríkufílsins er 30 eða þangað til að síðasti jaxlinn
slitnar, þá leita þeir að mýkra fæði en það er ekki nóg af næringarefnum í því þar sem þeir þurfa að borða 250-300 kg á dag eða 1/5 af þyngd þeirra. Það verður jafnan dauðdagur þeirra þegar þeir leita að mýkra fæði. Í dýragörðum er fílum gefið fóður sem ekki eyðir ekki jafnmikið tönnunum og þá getur hámarksaldurinn orðið allt að 70 ár.
Afríkufíllinn skilar af sér um 275 kg af taði á dag og er talið að í Tsavo-þjóðgarði í Austur-Keníu að 20% séu búin að fara í gegnum meltingarkerfi fíla.
Veiðiþjófnaður á fílum er mikill vegna verðmætra skögultannanna sem geta orðið allt að 3 metrar á lengd og meira en 100 kg á þyngd.
Ásamt skögultönnunum setur raninn mikinn svip á fílinn.
Fullorðinn fíll er óárennilegur, svo að jafnvel stóru rándýrin þora ekki að ráðast að honum. Hinsvegar eru þau oft á höttunum eftir ungum fílskálfum, sem þau ráða við.
Fílskýrnar vita, eftir hverju þau eru að slægjast, líta þau hornauga og reyna að flæma þau burt.
Fílskýrnar sýna kálfum sínum mikla umhyggju, veita þeim stöðuga vernd og styðja þá , þegar hjörðin er á ferðalagi. Oft bregður móðirin rana um rófu litla fílsins, eða öfugt – hann reynir að hanga aftan í móður sinni.
Fíllinn er svo hár og hefur svo langan rana, að hann getur náð laufi, sprotum og
aldinum ofan úr háum trjám. Það dregur úr skaðvænlegum áhrifum á gróðurinn, hve fjölbreytilegt mataræði hans er. Þó veldur hann töluverðum skaða.
Á daglegum ferðum sínum, skipar fílahjörðin sér í fylkingu með gamla forystukú í fararbroddi. Í hópnum eru eingöngu kvendýr með kálfum sínum
.