Ok, ég verð bara að koma einu á framfæri…

Hvað er þetta með fólk sem fer inná einhver áhugamál eins og Idol eða Friends, les einhverjar greinar og skrifar svo; Ojj þetta er ömurlegt áhugamál eða Þið eruð sorgleg að hafa áhuga á þessu. Síðan hvernær höfum við ekki fengið að ráða hver eru áhugamál okkar?

Eru ekki frekar aðilarnir sem skrifa þetta sorglegir þar sem þeir greinilega hafa ekkert betra við tímann að gera en að gagnrýna það sem öðru fólki finnst skemmtilegt?
Það pirrar mig mjög mikið þegar inn á milli greinasvara eru einhverjar athugasemdir sem koma greininni ekkert við.

Fólkið sem skrifar þetta ætti frekar að hætta að eyða tíma sínum í að pirra aðra og hætta bara að fara inná áhugamál sem þeim finnst ekkert skemmtileg.

Því bið ég ykkur sem er að gera þessar athugasemdir að hætta því, fólk má hafa sýn áhugamál án þess að vera gagnrýnd.
Computer says no