Forðum daga stökk ég spenntur niður til að ná í fréttablaðið, aðallega til að kíkja á teiknimyndasögurnar, Pondus og Imbakassinn eftir Frode Överli, norskan gaur, sem ætti að vera íslensku fólki góðkunnur. Þessar snilldar myndasögur gátu fengið mig til að skella allsvakalega uppúr á góðum degi meðan Cheerios ið mitt frussaðist í allar áttir og mjólk flæddi út um nasir mínar útaf þessum skrýtlum….

En nú er þetta ekki lengur í fréttablaðinu…. :( ég hef ekki séð þessar sögur í nokkurn tíma, en afhverju?

Kveðja í von um að einhver formaður Fréttablaðsins lesi þetta.