Einelti er viðbjóður….ég var lagður í einelti þegar ég var yngri og það var áreiðanlega leiðinlegasti hluti lífs míns…mér var strítt á öllu sem var fundið uppá…við hvað pabbi minn vann og hvernig fötum ég var í….það var bara allt….mér finnst einelti viðbjóðslegur hlutur og mér finnst þeir sem leggja í einelti oft ekki vel innrættir….ég á vin sem var líka lagður í einelti og hann sagði mér um daginn að áður en ég kynntist honum hafi honum liðið svo illa út af þessu að hann hafi gert tilraun til þess að fyrirfara sér…..mér fyndist hræðilegt ef einhver sem ég myndi leggja í einelti myndi fyrirfara sér…..ég er orðinn miklu eldri núna og ég er ekki lagður í einelti lengur því að ég skipti einu sinni um skóla og kom svo aftur í 9.bekk og þá voru flestir búnir að ná þeim þroska að þeir voru hættir að leggja í einelti…en ég vona að Stefán Karl og regnbogabörn geti útrýmt einelti…..Takk, takk;)