Helgi var á reiki nálægt vestfjörðum. Hann hafði eitthvernveginn komist þangað. Hann bara mundi alls ekki hvernig. Því varð hann að komast að. Seinna. Fyrst varð hann að komast heim, en hvar í ósköpunum var hann. Það var allt á móti honum. Mamma hans sem aldrei trúði honum, pabbi hans sem þurfti endilega að deyja í bílslysinu og skólinn, vá hvað honum gekk illa í skólanum, það var bara ekki eðlilegt, hugsaði hann. Síminn hans hafði greinilega blotnað því hann var rennblautur og það kviknaði ekki á honum. Helvítis! Helvítis helvítis helvítis. Skítasímar sem aldrei virkuðu þegar maður þurfti á þeim að halda. Hann var með stóra kúlu á enninu og sprungna vör…og honum fannst hann vera með glóðarauga, en hann vissi það ekki alveg. hann komst eitthvernveginn úr móanum sem hann var í og upp á veg. Þar tókst honum að húkka far hjá gömlum góðum kalli…síðan komst hann loks heim. Þar sá hann…

Framhald síðar!


sveindís