Þegar fullorðið fólk er kitlað undir iljarnar þá kreppir það tærnar niður til að verja iljarnar. Hins vegar þegar ungabörn eru kitluð þá kreppa þau tærnar upp á við. Seinna meir læra þau að kreppa tærnar niður til að verjast betur kitlinu.