Spánverjar sparka í ketti og þegar þeir sjá endur í tjörn verða þeir að beygja sig niður og skvetta á öndina.

Þó svo að Spánverjar séu móttækilegir fyrir nýjum viðhorfum er ekki að samak skapi auðvelt að sannfæra þá. Að sama skapi láta þeir upplýsingar sem þeir telja mikilvægar ekki auðveldlega í té.



Spánverjar nota sjaldan hlutstæðar staðreyndir til að sanna mál sitt. Áhrifa kirkju og þjóðarstolts gætir oft í ákvörðunum Spánverja.



Hafa ber í huga að Spánverjar taka sér síðdegishvíld (siesta) frá 13:30 til 16:30. Á meðan á þessari hvíld stendur fer fólk oft heim til sín, á veitingastaði eða leggur sig. Spánverjar snæða oft “tapas” á bilinu 17:00 - 18:00 og getur sú máltíð tekið einn til tvo tíma.

Spánverjar vinna nokkuð fram eftir kvöldi vegna þessa hlés á vinnu yfir daginn. Því er kvöldmatur á Spáni ekki borinn fram fyrr en á milli 21:00 til 22:00.


Ef þú færð heimboð frá einhverjum máttu hafna því. Spánverjar gera þetta oftast fyrir kurteisis sakir. Ef þér er hins vegar boðið í annað sinn merkir það að Spánverjinn vill gjarna fá þig í heimsókn.



Spánverjar samsama sjálfa sig héraði sínu frekar en landi. Því getur það talist móðgun að ruglast á uppruna manna hvað hérað varðar.

Oft kippa Spánverjar hendinni niður á við til að undirstrika eitthvað. Ávallt ber að heilsa með handabandi. Konur heilast oft með því að faðmast lítillega, snertast með kinnunum og kyssa út í loftið.

Nánir vinir heilsast oft með því að faðmast eða að klappa hvor öðrum á bakið.

Þegar þú vilt benda einhverjum að koma skaltu snúa lófanum niður á við og veifa lítillega.

Varast ber að spyrja of náinna spurninga. Einnig er ekki ráðlegt að gagnrýna nautaat eða að rökræða trúmál eða stríð. Stjórnmál, heimaland þitt og fótbolti eru ágæt umræðuefni.

Ávarpa ber fólk með titli og síðan eftirnafni.


Varast ber að gefa allt of dýrar gjafir þar sem slíkt verður talið mútur.

Gott er að færa blóm í heimboðum en þó ekki glitfífla eða krýsantemur sem tákna dauðann. Ekki er heldur gott að gefa þrettán blóm.