Vissir þú að…

40% kvenna hafa fleygt skófatnaði í karlmenn.

Krókódílar geta hvorki hreyft tunguna né tuggið. Meltingarkerfi
þeirra getur þó melt stálnagla.

STEWARDESSES er lengsta orðið sem hægt er að skrifa á lyklaborð
með vinstri hendinni einni.

Meiri peningum er varið í garðrækt en nokkra aðra tómstundaiðju.

Ef monopoly er spilaður án þess að neinn leikmaður kaupi neitt þá endar leikurinn á því að bankinn fer á hausinn.

Marilyn Monroe hafði 6 tær á öðrum fæti.

Mohammed er algengasta nafn í heimi

Það er hlutfallslega meira af óbyggðum svæðum í N-Ameríku en Afríku.

Bandarísk flugfélög týna samtals 200 töskum á meðaldegi.

Mest notaða lykilorð í sögu upplýsingatækninnar er “password”.

Risakolkrabbar hafa stærstu augu í heimi.

Þegar maður hnerrar þá þenst munnurinn á manni út á yfir 1000 km hraða.

Á hverju ári slasast um 8.000 manns af völdum tannstönglanotkunar.

Það eru fleiri kjúklingar en menn í heiminum.

Fullnæging kvenmanns veldur losun á endorfíni sem er sterkt verkjalyf og virkar vel m.a. á höfuðverk

Það eru 1.575 þrep í stiganum upp að efstu hæð Empire State byggingarinnar.

Á tímum filterslausra sígarettna voru Marlboro auglýstar sem sígarettur fyrir konur.

Maður getur lifað í mánuð án matar en aðeins í viku án vatns. Ef vatnshlutfall líkamans minnkar um 1% þá verður maður þyrstur. Ef það minnkar um 10% þá deyr maður.

Í Ohio er ólöglegt að veiða mýs án veiðileyfis

Ef maður borðar tungu úr ísbirni er mikil hætta á að fá hættulega stóran skammt af A vítamíni

MTV fór fyrst í loftið á miðnætti þann fyrsta águst 1981. Fyrsta myndbandið var “Video Killed the Radio Star” með Buggles.

Svín eru eina dýrategundin fyrir utan menn sem geta sólbrunnið.

Græna kortið, sem Útlendingaeftiriltið í Bandaríkjunum gefur út, hefur ekki verið grænt síðan 1964.

Allar klukkur í myndinni Pulp Fiction eru alltaf stilltar á 4:20.

Stærsti rúllustigi í heimi tilheyrir Leningrad lestakerfinu í rússlandi og er hæðarmunurinn 60 metrar.

Konur blikka augunum nærri tvöfalt oftar en karlmenn.

Mikki mús fékk yfir 800.000 aðdáendabréf árið 1933.

Strútar stinga höfðinu í sandinn til að leita að vatni, ekki til að fela sig.

7% Bandaríkjamanna halda að Elvis sé enn á lífi.

Efnablandan í dýnamíti inniheldur meðal annars hnetur.

Þrjár stærstu blaðaútgáfur heims eru Rússneskar.

Á hverjum degi eru prentaðir fleiri Monopoly seðlar en bandaríkjadalir.

Fyrsti eigandi Marlboro sígarettuverksmiðjanna dó úr lungnakrabba.

Fyrirmyndin að fyrstu skíðalyftu í heimi var tæki sem hleður bönunum í flutningaskip.

Minnsta leðurblaka í heimi vegur minna en tíkall.

Á fjórða áratug nítjándu aldar var tómatsósa seld sem meðal.

Hægra lunga mannsins getur geymt meira loft en vinstra lungað.

Sumar tannkremstegundir innihalda frostlögur.

Ef Bandaríkjamenn myndu minnka kjötneyslu sína um 10% og sparnaðinum yrði varið í hrísgrjón og sojabaunir þá myndi það duga til að brauðfæða 60 milljón manns, sem er fjöldi þeirra sem deyja úr hungri árlega.

Það er ekki hægt að hnerra með opin augun.

Fleiri einkasímtöl eru hringd í bandaríkjunum á mæðradaginn en á nokkrum öðrum degi í nokkuru landi.

Einn af hverjum 2.000.000.000 jarðarbúum nær 116 ára aldri

Helmingur bankarána fer fram á föstudögum.

10% af tekjum rússneska ríkisins fást með vodkasölu

Í Ástralíu eru um 150 milljónir kinda en 17 milljónir manna.

Annar hver unglingspiltur vill frekar vera ríkur en klár.

Fiðrildi finna bragð með fótunum.

TYPEWRITER er lengsta orð sem hægt er að skrifa með aðeins einni af stafaröðunum á lyklaborði.

“Amen” þýðir “Megi svo verða”

68% Bandaríkjamanna sem horfa á auglýsingar frá örgjörvaframleiðendum halda að betri örgjörvi auki hraðann á internettengingu þeirra. Það er rangt.

Í flestum klukkuauglýsingum er klukkan 10:10.

Í New York eru 25% líkur á hvítum jólum.

Það eru að meðaltali 178 sesamfræ á einum Big Mac

Karlmenn geta lesið smærra letur en konur, en þær heyra betur.

Meðalmaður ýtir þrisvar sinnum á “snooze” takkann á vekjaraklukkunni sinni á hverjum morgni.

Á löglegri golfkúlu eru 336 dældir.

Franskar kartöflur spanna þriðjung af kartöflusölu í heiminum.

Í Carnegie Mellon háskólanum er boðið upp á sekkjapípuleik sem aðalfag.

Það eru til tæplega þúsund tegundir af leðurblökum og þrjár eru skilgreindar sem vampýrur.

Á þriggja mínútna fresti er tilkynnt um fljúgandi furðuhluti. Líklegast er að sjá þá í júlí, klukkan 3 að nóttu eða 9 að kvöldi.

Kettir hafa 32 vöðva í hvoru eyra.

Á hverju ári eru fleiri menn drepnir af ösnum en í flugslysum.

Einn af hverjum tíu jarðarbúum býr á eyju.

Flestir Amerískir bílar flauta í F.

Rafmagnsstóllinn sem notaður var við aftökur í bandaríkjunum var fundinn upp af tannlækni.

Meðalmaður í vestrænum ríkjum flytur á sjö ára fresti.

Fyrir utan skordýr éta leðurblökur fiska, froska, ávexti og blóð úr öðrum spendýrum.

Það er áætlað að aðeins 5-10% af skráðum upplýsingum í heiminum séu til á tölvutæku formi.

36% Bandaríkjamanna segjast hafa átt í viðræðum við Guð.

Meðalmaður getur lesið 150 til 200 orð á mínútu.

Búnaðurinn sem notaður er á flugmóðurskipum til að koma flugvélunum í loftið gæti fleygt vörubíl tvo kílómetra.

Helmingur þeirra sem gifta sig í Kentucky eru unglingar.

Mel Blanc, maðurinn með röddina á bak við kalla kanínu, er með ofnæmi fyrir gulrótum.

Líkurnar á því að fæðast 29. febrúar eru 1 á móti 1461. 4.1 milljón manna eiga afmæli þennan dag.

Helmingur jarðarbúa er innan við 25 ára.

Fyrsta vörutegundin til að vera strikamerkt var Wrigleys tyggjó.

Stærstu korktappaframleiðsluríki heims eru Spánn, Portúgal og Algeria.

Tré í Afríku og Suður-Ameríku treysta á að leðurblökur flytji fræ þeirra.

Yngsti páfi sögunnar var 11 ára.

Biblían er mest selda bók í heimi. Hún er einnig mest stolna bók í heimi og er til á 2.233 tungumálum.

Al Capone hafði starfstitilinn “Húsgagnakaupmaður” á nafnspjaldinu sínu.

Fullnægjing hjá svínum endist í u.þ.b. 30 mínútur. :D

Kakkalakkar geta lifað í 9 daga afhöfðaðir en eftir það deyja þeir úr hungri.

Meðalnámsmaður les um 60.000 blaðsíður á fjórum árum.

Helmingur jarðarbúa þénar 5% heildarteknanna.

Stærsti skóli heims er barnaskóli á Filippseyjum. Þar eru um 25.000 nemendur.

Ostrur hafa stærri augu en heila.

Líkurnar á því að verða fyrir eldingu einhverntíma á ævinni eru 1 á móti 600.000.

70% Bandaríkjamanna hafa komið í Disney World

Fjórðungur Bandaríkjamanna vita ekki í hvaða stjörnumerki þeir eru.

Flugfélagið American Airlines sparaði 40.000 bandaríkjadali á árinu 1987 með því að sleppa einni ólífu úr hverju salati sem var borið fram á fyrsta farrými.

Séu gagnstæðar hliðar spilatenings lagðar saman mynda þær alltaf töluna sjö.

Örbylgjuofninn var fundinn upp þegar vísindamaður gekk fram hjá radarsendi og súkkulaðistykki bráðnaði í buxnavasnum hans.

Móðir Adolfs Hitlers hafði velt því alvarlega fyrir sér að láta eyða fóstrinu en læknirinn fékk hana til að hætta við.

Ef gullfiskur er hafður í myrkri þá verður hann á endanum hvítur.

Stærsti leigubílafloti heims er í Mexíkóborg. Bílarnir eru yfir 60.000.

811.000 gallaðar 35mm ljósmyndafilmur eru seldar á hverju ári.

Á hverju ári deyja um 13 manns með því að verða undir sjálfsala.

Drekaflugur lifa í einn sólarhring.

Á Nýja Sjálandi eru um 70 milljónir kinda en 4 milljónir manna.

Á World Trade Center voru 43.600 gluggar.

Leiðbeiningabæklingur fyrir starfsmenn IRS, ríkisskattstjórans í Bandaríkjunum, inniheldur upplýsingar varðandi skattheimtu í kjölfar kjarnorkustyrjaldar.

Rétthentir lifa að meðaltali 9 árum lengur en örvhentir.

Snigill getur sofið í þrjú ár samfellt.

Meirihluti alls ryks í heimahúsum er myndað úr dauðu skinni.

Leðurblökur eru álitnar besta náttúrulega vopnið gegn skordýrum.

Sú kona sem oftast hefur prýtt forsíðu Time tímaritsins er María mey, 10 sinnum.

Andrés Önd var bannaður í Finnlandi því hann gekk ekki í buxum. Andrés er önd.

Lengsta eins atkvæðis orðið í ensku er “screeched”.

Mörgæsir geta stokkið 2 metra upp í loftið.
Moo. Moo. Moo.