Þetta er sagan um Siggu gömlu
sem seldi blöðrur á hátíðum
Fullar af gasi rauðar, blár
seldi hún á hátíðum
en ein daginn setti hún of mikið af gasi
þá breyttist hennar flotti frasi
hún vildi ekki sleppa blöðrunum þannig að
hún sveif og sveif alla leið uppí loft
fuglarnir sögðu “komdu niður!”
en hún sveif upp ,upp og upp
þangað hún kom að tunglinu
tunglið það hló!
það hafði aldrei séð svona götótta skó
en tunglið beygði sig
og leyfði Siggu að setjast á magann.
þá sagði Sigga “mig langar niður,
ég ætlaði ekki að ónáða iður”
þá sprengdi tunglið nokkrar blöðrur
og hún sveif niður
og þá fór kliður
um krakkana þeir vildu allir blöðrur,blöðrur.
Þetta var sagan um Siggu gömlu sem seldi blöðrur á hátíðum.