Ég var í Smáralindinni um daginn og var í rúllustiganum, kóngsmeginn, á leiðini niður þegar ég fór að velta dálitlu fyrir mér. Þegar maður fer í bað eða sund þá byrja stórmerkilegir hlutir að gerast með líkama mans. Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið rannsakað og það er spurning hvort menn hafi einhverja vísindalega skýringu á því. En þessar breytingar sem ég er að tala um eru þegar maður byrjar, hægt og hægt að breytast í rúsínu. Þetta byrjar svona á puttunum og svo verður það allur lófinn og þá er ég orðinn svo hræddur að ég þori ekki að taka sénsinn á því, að maður gæti varanlega breytst í rúsínu.
Nú er komið að aðalpælinguni. Fyrstu 9 mánuðina þá er maður í baði og mér hefur virst sem að ekki mikið af rúsínum fæðist. Svo það hlýtur að vera einhver vörn við þessu. Spurning hvort maður missi hæfileikan til að berjast gegn rúsínu-breytingunum með aldrinum eða hvort það er eithvað efni í þessum vökva sem verndar mann. Þetta er kannski verkefni fyrir hann Kára að rannsaka?