Tekið af <a href="http://www.mbl.is/"> mbl.is </a>







Lögregla í Bresku-Kólumbíu í Kanada segir að nútímaþjóðsaga hafi orðið til þess að hún fann mikla uppskeru af hassplöntum í húsi nokkru.
Kona hringdi fyrir slysni í lögregluna eftir að sonur hennar sagði henni að ef hringt væri í neyðarnúmerið 911 og tölunni 1 bætt við gæti hún komist að því hvort sími hennar væri hleraður.

Þegar lögreglan svaraði brá konunni í brún og hún lagði á. En lögregla hélt að eitthvað væri að og hraðaði sér á staðinn.

Þegar þangað kom gaf að líta fjölda kannabisplantna í ræktun.

Konan, sem er sextug, og þrír karlar á aldrinum 55-61 árs voru handtekin vegna málsins.