Fengið af http://www.hamstur.is/
Rachel Fountain, 22 ára kona sem sendi óvart forstjóra sínum boðskort í klámpartý heima hjá sér var rekin vegna þess. Boðskortið átti að fara til vinar hennar, sem hét því miður það sama og forstjórinn. Boðskortið innihélt nakinn mann og Playboy kanínu. Í boðskortinu stóð að fólk ætti að koma klætt sem klámstjörnur, hórur, hórumangarar, flassarar, hórulegar skólastelpur og allt klámfengið einfaldlega. Meira en 100 manns mættu í veisluna, en það kostaði hana vinnuna.
