Það voru heimskir bófar sem að rændu vöruhús í Wales um heldina en þeir stálu fjölda sjónvarpa, DVD spilara og myndbandstækja.En þjófarnir verða kannski frekar svekktir þegar þeir komast að því að allt sem þeir stálu var ónýtt.
Það sem þeir gerðu sér enga grein fyrir var að ekkert að dótinu virkar, sagði Paul Stephens lögregluforingi.
Hann segist hafa heyrt að þjófarnir væru strax byrjaðir að selja tæki á krám og á útimörkuðum og varaði fólk við því að kaupa slíkt.
