Tveimur dýragarðsvörðum í bæ einum í norðvestur Þýskalandi hefur nú verið vikið úr starfi og þeim gert að sæta lögreglurannsókn eftir að upp komst um að þeir væru að éta dýr í dýragarðinum.
Talsmaður lögreglunnar sagði að dýrum úr einum hluta dýragarðarins sem er vinsæll meðal barna hefði verið slátrað og þau étin. Einna helst hefðu tíbetskar fjallahænur orðið fyrir barðinu á “veiðiþjófunum.”

“Dýrin voru í gæludýragarði þar sem börn gátu klappað þeim,” sagði talsmaðurinn. Yfirmaður í dýragarðinum kallaði umsvifalaust á lögreglu þegar uppgötvaðist að dýr hefðu horfið.