Bissnessmaður í Berlín hefur stofnað nýja og mjög frumlega þjónustu fyrir ferðamenn í Berlín. Hann setti á laggirnar kindaleigu ( Rent-a-sheep ) sem að á að gefa ferðamönnum kost á því að komast í snertingu við ekta þýska landbúnaðarstemningu.
Eigandinn, Martin Portmann, sem er 52 ára gamall segir viðskiptin blómstra og að nú þegar væri farið að leigja kindur í barnaafmæli og á allskyns mannfagnaði.
Hann segir viðskiptavinina leigja sér kindur af mörgum ástæðum. Sumir vilja kindur til þess að bíta grasið í garðinum hjá sér ( spara sér sláttuvélakaup ), aðrir þurfa bara einfaldlega félagsskap. Við skulum bara vona að menn líti ekki á þetta sem vændisþjónustu, annað eins hefur nú gerst.