Leigubílstjóri í Ríó dejaneiro liggur nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi eftir að hafa flogið á leigubílnum sínum.
Slysið vildi þannig til að leigubílstjóri einn var að fara að ná í farþega út á flugvöll, við enda einnar brautarinnar eru menn varaðir við því að fara þar um meðan flugvél er á brautinni. Leigubílstjórinn virðist ekki hafa séð viðvörunarskiltin og hélt rakleiðiss framhjá brautinni þar sem Boeing 737 þota var að fara að taka á loft.
Bíllinn þeyttist 25 metra niður í fjöru þar sem hann hafnaði á stórgrýti, bílstjórinn þeyttist út úr bílnum og liggur hann nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi með brotna hauskúpu.
Þess má geta að blásturinn sem kemur frá hreyflum Boeing 737 í flugtaki er eins og í meðalstórum hvirfilbil. Boeing 737 þarf að ná 225 km/klst hraða til þess að geta hafið sig á loft….