Banki einn í Bretlandi hefur sent út afsökunarbeiðnir til u.þ.b. 2000 viðskiptavina sinna vegna leiðindamáls sem að kom uppá á dögunum. Bankinn var nýbúinn að setja á laggirnar fjármálaþjónustusímalínu fyrir viðskiptavini sína og lét póstþjónustufyrirtæki sjá um að senda tilkynningar þess efnis til allra viðskiptavina sinna. En þegar að undarlega mikil traffík varð á hommaspjalllínu einni í miðborginni fór bankayfirvöld að gruna að ekki væri allt með felldu. Póstþjónustufyrirtækið hafði semsagt sett vitlaust símanúmer ( það munaði einum staf) á tilkynninguna og viðskiptavinir bankans sem að ætluðu að nýta sér fjármálaþjónustuna fengu frekar innilegar og dýrar móttökur hjá þveröfugum starfsmönnum klámlínu sem að héldu að þeir væru alveg að slá í gegn.
Bankinn hefur beðist velvirðingar á mistökunum !