Það var heldur betur upplit á starfsmönnum og viðskiptavinum banka nokkurs í Íran þegar þangað gekk inn maður og byrjaði að fylla poka af peningum hinn rólegasti. Fólkið truflaði manninn ekki og hringdi á lögregluna.
Þegar lögreglan kom varð maðurinn búinn að setja þónokkurn pening í pokann sinn og varð hann alveg steinhissa þegar lögreglan ætlaði að handtaka hann, hann hélt nefnilega að hann væri ósýnilegur!

Við yfirheyrslu kom í ljós að maðurinn hafði borgað múslímskum klerki um 50.000 íslenskar krónur fyrur að gera hann ósýnilegan.

Nú stendur yfir leit að klerkinum þar sem að greinilegt er að hann hefur platað fleiri. Þrjár manneskjur ætluðu að labba beint inn í flugvél, flugmiða og skilríkislaus, og þau héldu líka að þau væru ósýnileg.

- Lesið í Morgunblaðinu