Það var heldur betur upplit á starfsmönnum og viðskiptavinum banka nokkurs í Íran þegar þangað kom maður og fór í mestu rólegheitum að raða peningabúntunum ofan í poka. Þó var kallað í lögreglu og óhætt er að segja, að enginn hafi orðið jafnhissa og bankaræninginn þegar hún kom á vettvang. Ástæðan var sú, að hann hélt, að hann væri ósýnilegur.
Við yfirheyrslur sagði maðurinn, að hann hefði borgað múslímskum klerki um 50.000 ísl. kr. fyrir að gera sig ósýnilegan. Er klerksins nú leitað en í fyrra kom upp svipað mál er þrír menn reyndu að komast um borð í flugvél, sem var að fara til Evrópu, án farmiða og vegabréfs enda héldu þeir, að ósýnilegt fólk þyrfti ekki á slíkum pappírum að halda.
(tekið af mbl.is)
nú spyr ég eru íranar hálfvitar???
