Rún en Þurs - ET - Use the force or GTFO! FERÐADALUR
,,Bíddu!‘‘ hrópaði Adrian ráðvilltur. ,,Ööö… nei! Þú hefur rangt fyrir þér… ööö… ég r reiður vegna þess að þú sagðir svona… uuu… þú náðir að trölla mig… og þú mátt… ekki drepa svona… gott þursafóður?‘‘ Gríman er huldi fés SinSin brá ekki svip en gaf frá sér ísmeygilegt glott.
,,Elsku, elsku hálfvitalega greppitrýni Adrian Blake!‘‘ suðaði hann vingjarnelga. ,,Eins heimskur og þú ert virðistu ekki skilja yfirburða gáfur mínar… það er erfitt að trölla ykkur, en ég… HERKÚLES HÆTTU! Sérðu ekki að ég er að fara að flytja sigurræðu sem gerir þeim kleift að flýja!?‘‘ SinSin ræskti sig. ,,Uhrm… jæja… ég er nú svo gáfaður og myndarlegur og svalur og reyki kannabis og drekk ekki og er bestur og…‘‘Fullt af vafasömum lýsingarorðum flutu út úr honum og lentu holdvot af fyrirlitningu á söguhetjum okkar. Sapien þurrkaði nokkur af sér.
,,Ættum við að koma okkur héðan?‘‘ spurði hann. Þau íhuguðu þetta.
,,Ættum við ekki að heyra meistaralegu áætlun hans fyrst?‘‘ spurði SvartiSauðurinn.
,,Mér finnst að við ættum að koma okkur héðan!‘‘ fullyrti Aníta og læddist eins og fljótur snigill í átt að Gjelgingunni. Hin kinkuðu kolli og fylgu henni eftir.
,,n00binn, þú varst með iPodinn minn…‘‘ byrjaði Adrian. ,,n00binn?‘‘ Þau litu við og sáu galdratrúðinn byrja að naga tána á skó SinSin sem leit niður með undrun og fyrirlitningu.
,,Ég vissi að þið hálfvitarnir gætuð ekki sloppið!‘‘ hrópaði hann sigurviss. ,,Og nú deyiði líkt og Nelson Mandela!!!‘‘
,,En Nelson Mandela…!‘‘
,,Þegiðu Sapien!‘‘ sagði Aníta og hljóp að n00binn og greip í einn fótastubbinn. ,,Hjálpið mér að koma henni héðan burt!!!‘‘ Hin gengu tvístígandi aftur til hennar og leituðu grannt að stað til þess að grípa í n00binn. Það var ekki það að ekki hafi verið nóg af stöðum til þess að grípa í, hreint ekki, það var bara ekki nóg af stöðum fyrir venjulega manneskju með samvisku og sjálfsvirðingu til þess einu sinni að vita af.
,,Hún er of þung!‘‘ hrópaði Svarti.
,,Nósjitt!‘‘ hrópuðu hin á móti.
,,Allavega ekki lengur…‘‘ tuldraði n00binn og saknaði kvöldverðarins. Herkúles reiddi kylfu sína til höggs yfir Svarta sem öðlaðist Dúsksens í smástund og vék sér undan stórri kylfunni. Vopnið féll niður og lenti í n00binn… og vegna eðlisfræðilegrar sameindaþykkt n00binn sem gengur þvert á öll eðlsilögmál nema þyngdaraflið (sem að n00binn bjó til) skoppaði kylfan létt til baka og beint í enni Herkúlesar sem féll aftur vankaður af sinni eigin þursakröftum.
,,Argh!‘‘ hrópaði SinSin og sveiflaði Rambo-hnífnum sínum. ,,Ég skal nota kuta minn í að smyrja ykkur á brauð mitt!‘‘
,,Hey!‘‘ kallaði Svarti til hans og stökk upp á n00binn, ekki allt í einu að vísu, það þarf mikla einbeitingu við að berjast gegn þyngdaraflinu. ,,Sikileyjarfíflið úr The Last Action Hera hringdi, hann sagðist vilja lélegu línurnar sínar aftur!‘‘ Svarti þeytti sér að SinSin, líkt og rjómi í KitchenAid (verður að smjöri ef að maður lætur mömmu um það) með hnefann á undan. SinSin var þjakaður af byrði fyrirlitningar (eða ekki fyrirlitningar. Fyrirlitning er skortur á góðum tilfinningum í garð einhvers, það sem SinSin var þjakaður af var einmitt fjarvera góðra tilfinninga, gat mannlegra tilfinninga fyllt með einhverju allt öðru) og náði ekki að víkja sér undan þegar klaufir Svarta stungust í maga hans. SinSin skjögraði aftur á bak og greip í fallna súlu til þess að styðja sig. Hann leit síðan upp rauðþrútnum augum.
,,Þú… þú vogar þér að þursa þursinn?!‘‘ Gríman, sem breyttist þó ekkert, beraði tennurnar og réðst að Svarta sem var of uppfullur af stolti yfir þessu afreki sínu og rýjaði hann.Svarti varð agndofa og flúði til Gjelgunnar grenjandi. SinSin flissaði.
,,Hey! Hommarnir hringdu! Þeir sögðust ekki vilja fá þig aftur, þú værir of kvenlegur! Ahahahah!‘‘ SinSin hristi hausinn, ánægður með sig og sneri sér að hinum. Sapien sá hvernig tár Svarta flugu inn í augnkróka SinSin og litlir bláir neistar flugu við snertinguna.
,,n00binn!‘‘ hrópaði Sapien. ,,Við eigum fullt af mat í Gjelgingunni!!!‘‘ n00binn leit hneyksluð á hann.
,,Uuu… döööhh… nei?!‘‘ sagði hún móðguð og reyndi áfram að teygja sig í skó SinSin litla.
,,Ókei, ókei, ef að þú kemur skulum við koma við í Veitingahúsinu!‘‘ n00binn hugsaði sig um, leit á skó SinSin, og hugsaði sig aftur um.
,,Ókei,‘‘ sagði hún loks og rúllaði af stað í átt að Gjelgingunni. Hin fylgdu á eftir. Þau þurftu ekki að fara langt því Gjelgingin kom óðfluga á móti þeim og greip þau um borð með garðklippunum* sínum. Fyrir neðan heyrðist SinSin öskra trylltur:
,,ÞESSU ER EKKI LOKIÐ! VIÐ HITTUMST Á NÝ, OG ÞÁ VERÐUR KANNABIS LÍFSHÆTTULEGT!‘‘ Sapien hristi af sér ónota tilfinninguna og settist niður við fundarborðið. Svarti sat við stjórnvölinn en gaf stýrið eftir til Adrian.
,,Hvert nú?‘‘ spurði Aníta.
,,Við erum öll í sárum eftir þessa för, nálægasti öruggi viðkomustaður er Tilverubær, þaðan gætum við mögulega farið til Heilsuhússins…‘‘
,,Og Veitingahússins! Það er þar nálægt!‘‘ bætti n00binn við og slefaði.
,,Nei,‘‘ hrynti Sapien útúr sér. ,,Nú er þú í megrun!‘‘ Þögn brast á eftir þetta, þögn sem í hljóðleysi sínu sagði: ööö… nei?!

TILVERUBÆR

Þau lentu á yfirfullum lendingarpalli í miðri Greinablokk. Þau fóru út úr Gjelgingunni og litu yfir martröð einfarans. Allt var troðfullt, hvort sem að það voru vændiskonur eða loftbólur. Spurningar líkt og:
Afhverju er ristavélin mín að gefa frá sér þennan reyk? Hvernig fæ ég fullnægingu!? Er kannabis brúnt eða hvítt? Það er svona kónguló á rassinum mínum. Hvað gerist ef að ég sest niður? Hellist úr glasinu mínu ef að ég halla því?
Og enn heimskulegri, tja ekki alveg heimskulegri, heimska er skortur á þekkingu en fyllyrðingar og spurningarnar sem ómuðu á torgum Tilverubæjar höfðu ekki skort á þekkingu eða almennri skynsemi, meira svona fjarveru innbyggðrar eðlisávísunar sem að meira að segja gerlar hafa.
,,Þetta er… þetta er…‘‘ byrjaði Adrian og gapti.
,,Hræðilegt?‘‘ spurði Aníta dreymin. Kannski meinti hún ekki hræðilegt, þar sem hræðilegleiki er skortur á… eða eitthvað svoleiðis.
,,Ekki bara, þetta er verra en Sorphaugurinn!‘‘
,,Fnykurinn, heimskan… finnum ull handa svarta og komum okkur svo héðan!‘‘ áræddi Sapien, en hætti sér ekki strax inn í martröðina.

*Fyrsta orðið sem að mér datt í hug þegar ég hugsaði um griparma