Rún en Þurs - FEE - Ferðadalur FERÐADALUR

Ferðadalur.
Ferðadalur.
Staður sérhannaður fyrir túrista, allavega vannabí túrista. Allt sem ferðamanninn listi var þarna samankomið í afgirtu svæði í miðri Hugaborg. Fjöll, stór fjöll, lítil fjöll, danskar þúfur, skakkir turnar, skógar, stórir skógar, litlir skógar, íslensk blómabeð, píramídar o.fl., allt var það þarna samankomið. Gjelgingin staðnæmdist fyrir ofan varðaskálann og lenti mjúklega. Niður landganginn gengu kynbomba, anorexíu-sjúklingur (það er meira en í lagi að hlægja að þeim hálfvitunum), geimvera í sparifötum, svartur sauður og einn veltandi galdralærlingur. Út úr sakleysislegum kofanum strunsaði á móti þeim hávaxinn skógarvörður með andlit sem hefði mátt nota sem jarðbor. Myndlíking, ekki í alvörunni.
,,Ég. Er. Wanganna, skógarvörður.‘‘ þrumaði maðurinn út úr sér með herkjulegum rússneskum hreim. Þau kinkuðu kolli, enda skildu þau að þetta væri Wanganna skógarvörður en ekki Pikknikk sýningarstjóri. Né Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, eða Nelson Mandela. Það var augljóst að þetta væri Wanganna skógarvörður, og það skildu þau öll mjög vel enda var þetta ekki Garth Nix. Eða hvað?
,,Herra Wanganna, við erum að…‘‘ Sapien komst ekki lengra því að Wanganna greip fram í fyrir honum, enda var þetta vissulega Wanganna skógarvörður.
,,Ekki, herra. Ég. Er. Wanganna, skógarvörður! Ekki. Herra. Wanganna. Wanganna, skógarvörður.‘‘
,,Já, já. Við skiljum, he… Wanganna skógarvörður, sem að þú vissulega ert,‘‘ afsakaði Sapien n00binn, en þetta var allt augljóslega henni að kenna, því að vissulega stóð fyrir framan þau Wanganna skógarvörður í Ferðadal.
,,Eða. Jafnvel. Skógarvörður, Wanganna. En. Ég. Vill.Láta. Kalla. Mig. Wanganna, skógarvörð. Eða. Wanganna, skógarvörður. Eða. Wanganna, skógarvarðar. Þið. Kunnið. Eflaust. Að fallbeygja.‘‘
,,Ekki ég!‘‘ sagði SvartiSauðurinn en mundi svo eftir dálitlu. ,,Æjh, nei. Ég get alveg fallbeygt, ég þekki bara ekki muninn á gleymsku eða áherlsuþögn. Kjáni ég,‘‘
,,Þú ert algjör sauður!‘‘ sagði Anita og þau hlógu öll dátt og kátt fyrir utan Wanganna skógarvörð enda var hann Wanganna skógarvörður og enginn annar.
,,Já!‘‘ sagði n00binn og tárin streymdu niður, tja ekki bollukinnar, meira svona… ímyndaðu þér hamborgarasósu. Ímyndaðu þér svo slátur. Taktu fitukögglana úr slátrinu. Settu fitukögglana í hamborgarasósuna. Vefðu þeim inn í kökudeig og skelltu ofan í djúpsteikingarpott fullum af feiti. Taktu það síðan upp úr pottinum og makaðu kökukremi yfir. Maukaðu það allt síðan, blandaðu smjöri og rjóma saman við. Hrærðu saman og settu aftur ofan í pottinn. Settu síðan innihald pottsins í frysti. Saltaðu vel. Þegar það er frosið láttu það þá þiðna í miðri Sahara. Eftir viku þar, með flugur búnar að drepast úr hjartaáfalli og sömuleiðis allar rotverur, þá geturðu séð hvað ég er að tala um. Sem myndlíkingu auðvitað. ,,Svartur sauður!‘‘ Allir hættu að hlægja, meira að segja Wanganna, sem er ótrúlegt því að hann hlær aldrei, sérstaklega ekki þessi Wanganna þar sem að hann er jú hinn eini sanni Wanganna en ekki einhver annar.
,,Bíddu, hvað meinarðu með því?‘‘ spurði Adrian forviða, hálf reiður jafnvel. Allir störðu á n00binn.
,,Æj, þú veist, hann er sauður og það er sagt að svartir sauðir…‘‘
,,Þú ert ömurleg. Þúst, allt svalt sem Anita sagði… þú bara… þú bara eyðilagðir það!‘‘ n00binn tvísté og skammaðist sín. Eða hefði tvístigið hefði hún verið með ökkla sem virkuðu. Eða ökkla yfirleitt. Eða hefði skammast sín hefði hún ekki étið þann hluta samvisku sinnar fyrir löngu. Sapien ræskti sig.
,,En, allavega. Við erum að leita að stað það sem pólarnir mætast. Veist þú eitthvað um það?‘‘
,,Já. Það. Veit ég.‘‘ sagði Wanganna skógarvörður sem að þetta vissulega var. ,,Örugglega. Hérna. Í. Ferðadal. Hérna. Er allt. Sem. Vert. Er. Að. Skoða. Þið. Megið. Bara. Ekki. Taka. Myndir.‘‘ Þau störðu á Wanganna skógarvörð en ekki einhvern annan en Wanganna skógarvörð. ,,Ha.Ha.Ha. Bara grín. Auðvitað. Megið. Þið. Taka. Myndir.‘‘
,,Bíddu aðeins!‘‘ þrumaði Adrian. ,,Wanganna skógarvörður, sem ég er að tala um og skal ekki ruglað saman við einhvern eða eitthvað annað, hlær aldrei! Sögumaðurinn sagði það áðan!‘‘ Augu allra beindust að Wanganna skógarverði sem vissulega var Wanganna skógarvörður á þessum tímapuntki sögunnar og hafði eigi breytt um sitt eigið sjálf á meðan frásögn stóð. Wanganna skógarvörður sem hann sjálfur leit á móti.
,,Auðvitað. Snjall. Strákur. Wanganna, skógarvörður. Hlær. Aldrei. Enda. Var. Þessi. Hlátur. Bara. Grín.‘‘
,,Óóó…‘‘ andvörpuðu þau öll.

,,Við erum búin að leita út um allt!‘‘ andvarpaði Adrian.
,,Og við verðum að halda áfram!‘‘ sagði Sapien. ,,Steini verður að vera fundinn!‘‘
,,Hehe, hehe,‘‘ flissaði Svarti meðan hann og 24 veltu n00binn á undan sér. ,,Gettu hvað við vorum!?‘‘
,,Uppi í rassinum á frelssistyttunni. Þú varst búinn að segja mér það og nei! það þýðir ekki að þú hafir tekið Bandaríkin eða frelsi í rassgatið. Það þýðir bara að þú fórst sjálfviljugur upp endaþarm styttu sem að gat ekkert gert til þess að vernda sig,‘‘ sagði Sapien án þess að líta upp af kortinu sem að hann hélt fyrir framan sig í Ferðaskála. ,,Hvar, hvar gætu pólarnir mæst?‘‘
,,Pólar… pólar…‘‘ muldraði Adrian. ,,Auðvitað!‘‘
,,Nei, greinilega ekki,‘‘ muldraði Svarti á móti en hann var ennþá að melta þetta sem Sapien hafði sagt.
,,Ferðamenn tala önnur tungumál illa, ekki satt?‘‘ spurði Adrian æstur. Flestir samsinntu því. ,,Ókei, þar sem Jórturleður er einnig héðan úr Ferðadal, hlýtur það að gilda fyrir hann einnig, ekki satt?‘‘ Öll nema Anita samsinntu því, en hún lá í gólfinu og sýndi Jesú iljarnar.
,,Gæti þá ekki verið…?‘‘
,,Já?!‘‘
,,… gæti þá ekki verið að… ?‘‘
,,JÁ?!?!‘‘
,,… verið að…‘‘
,,VILTU FOKKING DRULLA ÞESSU ÚTÚR ÞÉR!!!‘‘ þetta var ekki spurning af hálfu Svarta.
,,Að sá sem Jórtri heyrði þetta frá hafi talað eitthvað annað tungumál!?‘‘ Adrian brosti.
,,Það er klikkað,‘‘ sagði Anita og settist upp með úfið hárið. ,,En bara rétt nógu klikkað til þess að virka!‘‘
,,Þú meinar… ?‘‘ spurði Sapien.
,,… að…‘‘
,,Aha, ég skil,‘‘

Þau voru stödd að ráði Wanganna skógarvarðar sem vissulega var hann sjálfur en ekki einhver annar en Wanganna skógarvörður sem enginn annar en hann sjálfur, Wanganna skógarvörður, gat verið á þessum tímapuntki tilveru Wanganna skógarvarðar sem hlaut að öllum líkindum, af hálfu Wanganna skógarvarðar, að vera hann sjálfur Wanganna skógarvörður er hafði ekki skipt um auðkenni né sitt eigið sjálf á meðan þessari tilveru hans sjálfs Wanganna skógarvarðar varði við. Wan… ákveðinn skógarvörður sem að við þekkjum öll hafði sagt þeim að á hverju laugardagskvöldi mættust tveir pólverjar og stunduðu kynmök. Þeir mættust uppi á Akropolishæð og fyrir neðan hana biðu Dr. Sapien, SvartiSauðurinn, n00binn, Anita24 og AdrianBlake.
,,Hérna er það,‘‘ sagði Adrian. ,,Jórturleður sagði rétt frá: Where the poles meet. Og þýddi ranglega: Þar sem pólarnir mætast,‘‘
,,Það er hræðilega enska!‘‘ ávítaði Anita. ,,Elskan, meinti ég,‘‘
,,Þannig eru ferðamenn, beib, þannig eru ferðamenn,‘‘ sagði Svarti svalur og fylgdist með því þegar tvær verur með óstílískt yfirvaraskegg stauluðust upp hæðina.