Þá.

Keggy labbaði um Ringluna eins og hún var þá kölluð með fermingabarninu í leit að gjöf handa því en hann hafði ekki getað keypt neitt fyrr því hann hafði ekki fengið útborgað fyrr en akkurat þennan dag frá slátraranum sem hann vann hjá. Á eftir þeim gengu foreldrar þeirra sem höfðu verið nógu vinsamleg að brugga bensín til að skutla þeim þangað eftir veislunna. Öll voru þau í sínu fínasta stússi eins og siðurinn er þrátt fyrir ástandið.

“Hvað um þessa?” spurði Messr og mundaði Icecracker 5000 sem var flottasta hokkíkylfan fáanleg á landinu.
“Mmm?” spurði Keggy og lauk þar með störukeppnini við botninn á stelpunni í þröngu buxunum. Hann leit á verðmiðann, lyfti einni augnbrúnini og gekk síðan með bróður sínum á kassan og ruglaði dúinu hans á leiðinni. Skyndilega lagðist yfir þá keimur af Old Spice.
“Eruði að verða búnir” spurði semiþykkur faðir þeirra þolinmóður og með laglega mottu. Móðir þeirra stóð fyrir utan búðina nálægt einum útgangnum talandi í símann.
“Held það bara” svaraði Keggy “Þú veist samt að ef ég gef þér þetta þá muntu verða vel þjálfaður atvinnumaður?”
“Ég ætla mér það” svarað Messr um hæl. Eftir því sem kreppan hafði stigmagnast hætti fólk að hafa efni á ónauðslynlegum hlutum, svosem fylgihlutum, gæludýrum og vímugjöfum til að nefna dæmi. Krakkar byrjuðu því að leika sér meira saman og íþróttir urðu vinsælar aftur því fullorðna fólkið þurfti að vinna svo mikið til að halda húsi og gat því lítið sinnt þeim yngri.
“Jæja, við skulum þá fara að koma okkur” sagði pappi er þeir gengu útúr búðinni, ein af þeim fáu sem ekki var búið að loka. “Þetta er búinn að vera langur dagur og ég hel…. M-Marta?” Hettuklæddur ríghélt í móður þeirra og var búinn að sökkva tönnunum í háls hennar. Hún stóð stjörf bæði af sársauka og ótta meðan blóð lak niður hvítu blússuna hennar . Annar fótleggurinn titraði smá.

“Helvítis dópistaandskoti!” öskraði pabbinn, greip hafnarbolta af nærliggjandi hillur og negldi af ógnarkrafti í andlitið á uppvakningnum. Þau féllu bæði niður. Móðirinn hóstaði upp blóði og svo hætti fóturinn að titra. Hettumaðurinn steig hinsvegar aftur upp, alblóðugur í framan og nefið var nú grafið inní andlitið. Öskur bárust frá stjörnutorgi og fólk kom hlaupandi frá því. Algjör glundroði brast út. Afgreiðslukonan hljóp út en rakst á sýktan öryggisvörð, 100 kílóum þyngri en hún, og lét hann sig falla oná hana og byrjaði að maula.

“Pabbi, við verðum að koma okkur!” kallaði Keggy á hann en hann starði bara á eiginkonu sína með tárin í augunum. Hann rankaði þó við sig þegar orðin voru búin að sökkva inn og hlupu þeir að útgangnum en fleiri uppvakningar stóðu handan glerhurðarinnar og börðu og klóruðu í hana.

“Ekki þessa leið.” Þríeykið sneri við, Keggy rann í blóðpollinum sem slagæðin hafði myndað. Messr greip lyklakyppu af uppteknum öryggisverðinum. Þeir komust í gegnum mannþvöguna og inná gang. Keggy lokaði hurðinni á bakvið þeim. Í miðjunni var lyfta og Messr var ekki lengi að ýta á takkan sem ákallaði hana. Á hinum endanum var annar útgangur og að sjálfsögðu fleiri uppvakningar sem höfðu tekist að berja eina rúðuna í mola. Einna þeirra smeygði sér í gegnum glerbrotið en um leið skar magann sinn endilangan. Þegar hann stóð upp hrundu innyflin úr honum en hann skjagaði að þeim ótrauður þrátt fyrir það.

“Fokking útgangar, ég er búinn að fá nóg af þessu!” sagði Keggy, greip kylfuna úr höndum bróður síns, hljóp að tóma gaurnum og barði í hann svo endinn festist í höfuðkúpuni. Hann kippti henni úr og bakkaði aftur að lyftunni meðan fleiri brutu sér leið inn. Á meðan hélt pabbi þeirra við hina hurðina. Honum fannst hann sjá eiginkonu sína sitjast upp. En það gat ekki staðist. Bíng! Lyftuhurðin opnaðist loksins.

“Inn! Inn!” Keggy þrýsti á efsta takkan og hurðin byrjaði að lokast. Áður en hún gat það þó tróðu nokkri ódauðir sér á milli. Faðirinn skýldi sinum sínum með að troða sér á milli þeirra og hélt hinum ódauðu frá þeim.

“Keggy!” Blóð frussaðist úr handleggjunum. “Haltu honum öruggum.” Og það voru (væntanlega) síðustu orð hans því hann ýtti sér út með uppvakningunum. Hurðin lokaðist og lyftan hélt upp. Það eina sem var eftir af föður þeirra voru bíllyklarnir sem höfðu dottið úr vasanum í áflögunum. Á efstu hæðinni var öryggisvarðaherbergið. Þeir læstu á eftir sér og skimuðu svæðið. Margir mónitórar og tæknilegt dót. Kylfur, piparúðar og derhúfur. Stolnar vörur lágu í körfu. Messr leit á skjáina. Verurnar voru allstaðar. Einstaka manneskja hljóp um. Gólfið var skreytt af innyflum, fötum, kerrum og vörum. Einstaka eftirlifendur hlupu um eins og hauslaus hænsn. Keggy braut lásinn utanaf stórum skáp svo það var einungis hægt að opna hann utanfrá.

“Messr, ég vill að þú gerir mér greiða.”
“Hvað?” spurði Messr ennþá með augun á skjánum. Hann gat ekki hægt að horfa.
“Ég vill að þú byrgir hurðina vel og opnir hana ekki undir neinum kringumstæðum. Nema þú sjáir sérsveitina á skjánum eða eitthvað álíka . En ef einhver bankar eða krafsar… bara ekki opna nema þú heyrir í einhverjum sem þú veist að er ekki eins og…” hann þagnaði og tróð nokkrum kylfum og piparúðum í bakpoka sem hann fann hjá stolnu vörunum.
“Hvert ertu að fara?”
“Að leita að hjálp.”
“Má ég ekki koma með?”
“Nei. Geturu gert þetta fyrir mig?”
“Keggy… hvað er eiginlega í gangi?”
“Ég uu…. ég held að heimurinn sé að enda.”

Hann faðmaði litla bróður sinn að sér í síðasta skipti. Fór síðan útum gluggan og klifraði niður brunastigan.
Let me in, I’ll bury the pain