Hryllingurinn á Mórafelli Aldrei virðist ég hafa tíma til eins né neins. Fyrst er ég gerður að útvöldum æðstapresti í mínum eigin trúarsöfnuði, í andlegu sambandi við skaparann Skrófig hinn Mikla, því næst hóf ég rannsóknir mínar á strumpunum enn nú vill ég segja ykkur frá seinustu viku.

Ég fékk símtal eitt kvöldið og stóð letilega uppúr stólnum, Ég lagði bókina varlega frá mér og gékk að símanum. Dauf rödd heyrðist í gegnum síman, enn ég gargaði og sagði dömunni að drífa sig og þá talaði hún hærra.

,,Er þetta hinn mikli Doktor Addi?'' spurði kerlinginn og svaraði ég letilega játandi. ,,Hinn eini sanni?'' spurði hún aftur. ,,JÁ'' hvæsti ég ofan í tólið og bennti konunni réttilega á að ég væri að lesa nýjustu bókina eftir Björn Bjarnason.

Konan sagði mér í flýti sögu sína. Hún hafði fest kaup á litlu yfirgefnu bóndabýli uppá hinu illræmda Mórafelli. ,,Ég get ekki hjálpað þér að rækta upp neitt þarna á fjallinu'' sagði ég og horfði gröðum augum á bókina á borðinu.

,,Ég hringdi ekki útaf því'' sagði hún. ,,Ég hringi því þú ert ásamt einum fremsta vísindamanni landsins, einnig besti særingamaðurinn sem völ er á'' Ég skellti á. Bölvuð gribban, ég var löngu hættur að berjast við drauga og huldufólk eftir að ég sigraði heri illa erkibiskupsins ofan í gjótu í ódáðahrauni. Enn í sömu andrá man ég hvílíkum búsifjum herskarar helvítis höfðu ollið mér.

Leki vaskurinn inní eldhúsi, inngróna tánöglin svo ekki sé minnst á dauða föður míns. Hann lést í baráttu við sama afstyrmi og hefst við uppá Mórafelli. Ég dæsti, og opnaði fataskápin og náði í særingarfötin mín(sjá meðfylgjandi mynd).

Erfitt var að keyra uppað eyðibýlinu uppá fjallinu, enn þökk sé samfélagsþjónustu minni gat ég fengið Volvóinn hans Steingríms J. lánaðan og var því ekki í miklum vanda. Á hurðinni var miði, frá konunni sem hafði hringt í mig og stóð svo á.

,,Ef þú skildir ákveða að koma Doktor Addi, þá eru heimabakaðar skonsur uppá eldhúsborðinu sem þú mátt eiga. Ef þér tekst að særa burt andana sem búa í þessu húsi geturu fengið greitt á eftirfarandi heimilisfangi,, Þar eftir var heimilisfang sem ég ætla ekki að nefna, af ótta við að draugar fortíðarinnar lesi það.

Ég opnaði dyrnar sem ískruðu óheyrilega mikið. Lofið inni var rakt og þungt. Engin ljós voru enn allt var fullt af sprittkertum sem ég þurfti bara að kveikja á. Ég kveikti mér í heilögum vindli og notaði hann þá á 2 vegu. Heilagur reykurinn myndi vernda mig og einnig gat ég kveikt á kertunum, setjandi lítinn heilagleika á þau svo draugarnir gætu ekki slökkt á þeim.

Ég sast í stól sem var í stofunni og byrjaði að halda áfram bókalestrinum mínum. Lesturinn var þó ekki auðveldur, það var alltaf of dimmt til að lesa. Ekki bætti úr skák að það var alltaf einhver vindur að feykja bölvuðum blaðsíðunum. Það virtist líka eins og bókin væri eitthvað persónuleg útí mig. Önnur hver setning sagði mér að hunskast burt eða skeina mér á gaddavír.

Þá fattaði ég það, helvítis djöfullinn var búinn að eyðileggja bókina mína. Ég rak löngu töng uppí loftið og gaf fokkmerki útum allt hús. Því næst tók ég upp pendúlinn minn og ráðlagðist við hann. ,,Er einhver hér?'' spurði ég pendúlin. Hann snérist í hring sem þýddi já. Þegar ég ætlaði að spyrja hann aftur gat ég ekki stoppað hann frá því að snúast. Hann snérist bara hraðar. Of hratt, ég þurfti að sleppa honum og hann flaug í gegnum herbergið og braut ferðasjónvarpið mitt.

,,Þetta skaltu fá borgað helvítis gerpið þitt'' baulaði ég á húsið og hófst þegar í stað handa við að særa asnann úr húsinu. Ég opnaði ferðakistuna mína og tók framm nokkra hluti. Saug svo heilaga vindlareikinn áfergjulega uppí mig til að styrkja mig. Ég skellti heilögu vatni í úðabrúsa fyrir hreinsilög tók að sprauta í öll horn og undir öll húsgögn.

Þegar ég var hálfnaður tók ég eftir því hve dimmt var orðið, ég leit á kertin og það slökknaði á þeim öllum einu í einu. Kvikindið var vanheilagt nógu til að slökkva mini-heilögu sprittkertin mín. Ég greip í úðann minn og hljóp gargandi inní mitt herbergið og sprautaði í allar áttir. Ég vissi strax að ég hefði hæft púkan þegar hávært öskur heyrðist og hann birtist fyrir framan mig.

,,Þá hittumst við aftur, Doktor Addi'' Hvæsti púkinn á mig og fattaði ég strax að þetta væri enginn púki, þetta var andskotinn sjálfur, kominn alla leið uppá Mórafell á Íslandi til þess að sækja mig aftur. ,,Ekkert fangelsi fær haldið aftur af mér'' sagði ég og lét úðabrúsan tala. ,,Og enginn fær flúið helvíti'' sagði djöfullinn og lagði að mér með stórum klónum.

Ég hoppaði til hliðar og snéri mér í hring að kistunni minni. Heilagt vatn var ekki nógu áhrifaríkt, ég þyrfti eitthvað öflugra. Djöfullinn er sem betur fer jafn heimskur og vondi kallinn í Nemó Litli. Úr kistunni greip ég trésverð tálgað úr krossinum sem Jesús var krossfestur á, vísu skrifaða á skinn eftir sjálfan Sæmund Fróða og eistun af sjálfum Guðmundi Góða, enn með áföstum eistnalyppunum. Djöfullinn var loksins að klára ræðuna sína þegar ég var búinn að finna dýrgripina. ,,Og þess vegna skaltu vita, að ég er máttugri enn guð!'' kláraði hann og réðst aftur til atlögu. Ég barðist við hann með trésverðinu enn hann er djöfulli góður að berjast.

Eftir 3ja tíma viðureign sló hann mig loks þvert yfir herbergið og í gólfið. Ég lá á gólfinu að reyna að átta mig og sá hann hlaupa í átt að mér. Ég tók þá eistu Guðmuns Góða og sveiflaði þeim og kastaði og flæktust þau um fætur hans og felltu samstundis. Því næst greip ég vísuna hans Sæmund og hóf að lesa. Lesturinn var erfiður því skriftin var torskilin, enn tókst mér að klára hana og beina krafinum að sverði mínu. Djöfullinn var að losna, enn átti í erfiðleikum.

,,Þú vissir um veikleika minn Doktor Addi, ónotuð eistu eru gífurlega öflugt vopn, enn mér hefur tekist að losa mig, og nenni þessu ekki lengur, nú kemur þú með mér'' Sagði Lúsífer pirraður. Í sömu andrá lauk ég við vísuna og geislaði sverðið mitt, og rak ég það í andlitið á kvikindinu. ,,Ég segi það sama við þig og bókasalann í fyrra Satan. Drullastu út, ég hef ekki áhuga á þessu kjaftæði'' Og Keyrði sverðið í höfuð hans og varð þá skær blossi.

Það tók mig allnokkra mínútur að fá sjónina aftur, og sá ég ekki of mikið eftir á, því allt var orðið svo dimmt. Eftir að hafa kveikt á kertum sá ég greinilegt brunafar þar sem djöfullinn hafði legið, og vissi ég að ég hefði sigrað hann. Í bili…
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.