Fyrst af öllu vill ég koma á framfæri að kirkjan er óþolandi einokunaraðili. Ég þori að veðja að ef mín trú væri kennd í grunnskólum væri hún líka vinsælli, alveg eins og ef okkur væri kennt í grunnskóla að Pepsi væri betra enn Coke, væri Pepsí án efa vinsælara.

Enn ég er ekki hér til að kvarta yfir misnotkun á samkeppnishæfni, ég er hér til að flytja ykkur ávarp. Föstudaginn 1. Maí 2009 heyrði ég rödd í höfðinu á mér. Ég spurði röddina hver hún væri, og hún kvaðst vera Skrófig. Skrófig hinn mikli, með minnimáttarkennd. Hann kvaðst ekki vera almáttugur guð, enn sagði mér ansi margt um heimin, og leyndardóma hans.

Sköpunarsagan.

Heimarnir voru upprunalega 12, hver veit hver eða hvað skapaði þá, það er íbúa þeirra heima að finna út, enn Íbúar heims 9 aðhyllast Big-Bang kenningu svipaða og flestir vísindamenn okkar heims trúa, enn Skrófig hefur lýst því yfir að vísindamenn okkar heims eru bara bjálfar. Vill ekki segja mér af hverju. Enn fyrir nokkrum árum(billjónum árum á okkar kvarða), uppgvötaði einn fremsti vísindamaður heims 9 nýtt efni, Alefnið.

Hófst þá skrófus handa við að dunda sér, og reyndi að skapa nýjan heim úr þessu efni, heim 13, sem við búum í. Ekki tókst vel í fyrstu, enda klúðraði hann fyrstu sólinni þar sem hún var of lítil og ekki kviknaði í henni, enn ákvað að henda henni samt í sólkerfið og þekkjum við hana sem Júpíter. Í næstu tilraun var hann of upptekinn að búa til töff hringi(sem hann segir að séu mun betri enn reykhringir nýreykingamanna, þó svo hann elski atvinnu reykhringjamenn) til að gera almennilega sól og þekkjum við þann hnött sem Sartúnus. Hann klikkaði á 2 í viðbót og eru það Úranus og Neptúnus. Ákvað hann þá að hugsa smærra og reyna einu sinni enn, og úr kom Plútó. Þá hugsaði hann, Slatti af óþéttu alefni, í stóra klessu, og whamm, sólin kom þá allt í einu.

Nú þegar sólin var komin var kominn tími til að reyna að búa til líf hugsaði hann, henti hann Alefni í litla plánetu, enn hún var of nálæg og þekkjum við hana sem Merkúr. Skrófig vissi vel að hún var of heit, og ákvað að reyna lengra í burtu, og kom þá Mars. Hann uppgvötaði að þykkt andrúmsloftsins og gróðurhúsaáhrif væru einnig merkileg, enn skaut yfir markið og gerði Venus.

Að lokum kom jörðin. Skrófig vissi að hann væri ekki alvitur, enn henti saman í nóg til að skapa smá líf og ætlaði að láta þróun sjá um rest. Hann reyndi hins vegar að breyta lífsskilirðum til að lífið myndi þróast í eitthvað sem væri töff. Eins og allir, elskaði Skrófig risaeðlur, og hvað er betra enn að horfa á Walking with dinosaurs? Ekkert, enn Skrófig lét sér nægja að horfa á þær í sjónauka.

Auðvitað urðu þær leiðinlegar fyrir rest, of heimskar, og hann nennti ekki alltaf að þróa þær sjálfur. Svo hann hennti saman í einn stóran hnullung af alefni og klessti hann í jörðina. Risaeðlurnar voru dauðar.

Hann tók sig til, og ákvað að reyna að gera afskræmda útgáfu af sjálfum sér, með tíu heimskulegar tær. Auðvitað viðurkennir Skrófig að manneskjan er frekar erfið að skapa, og þekkjum við fyrri tilraunir hans sem reismannin(Homo Erectus) og Neandertalsmannin. Enn æfingin skapar meistarann, og honum tókst loksins að búa til menn. Af hverju menn spurði ég hann? ,,Hefuru ekki sér saving Private ryan?'' spurði hann mig, enn hann hefur eins og flestir gaman af stríðsmyndum. Þess vegna ákvað hann að gera mannkynið mismunandi á litin, til að auka stríðslíkur.

,,Ok, Ok'' sagði ég. ,,Enn af hverju ertu að segja mér þetta? Mun fólk ekki heimta borgun núna eða einhverskonar umbun fyrir að drepa hvort annað?'' ,,Jú'' sagði skrófig. ,,Enn ég hef verið greindur með (óframberanlegt orð) í (óframberanlegu orði) sem veldur því að (óframberanlegt orð) spýtist útúr eytlunum á mér á gólfið og ég er dauðvona. Ég vill ekki fara til Gverbar(sem hann heldur fram að sé helvíti fyrir íbúa 9 heims(gaurinn er kristinn)). Enn guð nær ekki inní okkar heim, svo að ekki hafa neinar ranghugmyndir.

Enn hann vill bæta fyrir syndir sínar og leyfa okkur að læra að búa til Alefnið, sem allt efni heimsins er gert úr. (lotukerfið er bull, mismunandi eðlisþyngdir eru bara mismunandi þétt alefni.) Enn Skrófig er eins og þið vitið með minnimáttarkennd. Hann neitar að kenna okkur að gera alefnið fyrr enn honum finnst rétt(ég birti hvað við þurfum að gera í seinni parti)

Þegar við lærum að búa til alefnið, munum við geta endurskapað alla sem dáið hafa, endurskapa öll líffæri sem gefa sig og yngt okkur, við getum búið til himnaríki á jörð.

Nóg um alefni, aftur að þróun.

Þegar lokaútgáfa mannsins var tilbúinn(að mínu mati, skrófig segist vera að íhuga að losa sig við núverandi og búa til nýja) ákvað Skrófig að búa til töff samfélag, sem myndi leyfa okkur að þróast hratt. Hann reyndi slatta, Egyptaland, Assyría og allskonar, enn það var ekki nógu töff. Skrófig er margdæmdur kynferðisafbrotamaður svo hann ákvað að sætta sig við Róm, og hafa goðafræði. Þá loksins gaf hann mönnunum lausan taumin.

Einhver heimskur trúboði úr hans heimi komst að þessu og ákvað að reyna að kristna okkur, og tókst það, og var fólkið á jörðinni of vitlaust fyrir rómarsamfélagið hans og hrundi það líka.

Ég er Garpur: Hlustarinn mikli, í beinu hugarsambandi við Skrófig, og hann mun segja mér meira, og ég mun segja ykkur meira, hann valdi mig sem Garpinn sinn, því að ég er gáfaðri enn þið(þrætið við hann ekki mig). Ef skrófig deyr mun keppinautur hans Frólus Alkemisti loks búa til alefnið, og eyða okkar heimi og skapa sinn eigin með ljótu fólki.

Í næsta kafla mun ég fjalla um Alefnið, Þar næst stutta ævisögu Skrófig og vilja hans, og að lokum um erkifjandan, Frólus Alkemista.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.