Innskot: ég er með hausverk




Eftir að hafa fundið nothæfan jeppa skildu Skufsi og THT hjólið eftir við vegkant og héldu leiðinni áfram til Reykjavíkur. Þeir stoppuði til að taka bensín á Kjalarnesinu (apperantly).

“Sjáðu, ef þú heldur þessu inni þá dælir það á sjálfu sér” sagði Skufsi
“Úúúú, sniðugt.”
“Klárlega. Ég ætla að kíkja inní sjoppuna.”
“Kúl, ég ætla að svipast um. Þessi staður virðist frekar mannlaus.”

Skufsi fór inní sjoppuna og THT labbaði um fyrir hornið og tók eftir manneskju á einu þakinu. Hún veifaði honum að sér og kastaði reipi niður.

“Klifraðu upp! Veistu ekki að “þeir” eru þarna?
“Hverjir? Uppvakningarnir? Þeir eru ekkert mál.” sagði THT háverskur…eða eitthvað
“Þetta eru engir venjulegir uppvakningar” svaraði þakbúinn “Þessir eru… öðruvísi.”
“Ó sjitt…. Skufsi!”

THT byrjaði að kalla á eftir Skufsa sem steig útúr sjoppuni með hendurnar fullar af vistum. Fimm blóðugar manneskjur komu nú hlaupandi úr nærliggjandi húsum.

”Góður! Klifraðu upp. Fljótur.”

THT klifraði reipið meðan Skufsi dreif sig aftur inn og lokaði hurðinni. Óvættirnir börðu á hurðina. Skufsi ýtti einum kæliskáp fyrir hurðina á meðan hinir dauðu rifu hurðina af hjörunum. Skufsi náði í nokkra gaskúta, raðaði þeim fyrir framan hurðina og skrúfaði frá einum þeirra. Því næst hljóp hann inná klósettið og notaði eina klósettrúllu til að innsigla hurðina svo ekkert gas kæmist inn. Frammi heyrði hann að þeir voru komnir inn. Hann kveikti í einni klósettrúllu og skreið útum gluggan og hljóp í skjól. Þegar uppvakningarnir komust í gegnum klósettshurðina blandaðist eldurinn gasinu og sprengdi alla sjoppuna. Eldurinn komst líka í snertingu við bensínið sem lak úr jeppanum og sprengdi hann og dælurnar sömuleiðist.


“Vó….” sagði Skufsi og hljóp að húsinu þar sem THT var og klifraði upp reipið sem hékk niður. “Hver ert þú og hvað í fjáranum var þetta?” spurði hann þakbúann
“Ég heiti Fatherfucker. Og þetta voru hlauparar.”
“Ókei… afhverju…þú veist…. hlaupa þeir?”
“Ég veit það ekki. Efnanoktun, árásahneigðir einstaklingar fyrir breytingu. Kannski er þetta bara fólk sem var í virkilega góðu formi.”
“Kúl….”
“Mér sýnist hann allavega hafa drepið alla í einu” sagði THT uppörvaður
“Ekki alveg alla. Það er einn í bílnum sem ég ætlaði að nota til að komast héðan.” sagði Fatherfucker og klóraði sér í hökunni.
Og eins og hún hafði sagt fyrir var einn hlauparanna í aftursætinu á eina nothæfa bílnum þarna. Skufsi notaði kúbeinið til að brjóta rúðuna. Hlauparinn reyndi í æði sínu að komast í gegnum opið en festist í glerinu sem stóð út. Blóð fossaðist niður hurðina og Skufsi sló hann í hausinn með kúbeininu.

“Shotgun!” hrópuðu þau öll í einu.
“Kannski við ættum að ákveða hver keyrir fyrst.” sagði THT
“Ég get keyrt.” sagði Fatherfucker.
“Kona að keyra!? Þvílík bábilja.” sagði Skufsi og hló dátt.



“Skiptingin á þessum Daewoo Lanos er frábær.” sagði Fatherfucker og jók hraðann. “Hvernig er aftursætið Skufsi?”
“mimimi Skufsi…” sagði Skufsi og hélt sig frá blóðþöktu sætinu. “Getum við allavega kveikt á útvarpinu?”
“Hmm…. ekkert, ekkert, ekkert, hey hérna er eitthvað.” sagði THT.

“- tta þá erum við ennþá lifandi og þurfum hjálp. Ef þú ert ennþá lifandi þá höfum við mat og skjó- ha?… ég er ekki að fara segja það… fine, við erum með köku. Enn og aftur, við erum stödd á –“

“Hey. Útvarpið dó.”
“Ohhhhh, á hvaða stöð var þetta?” spurði Fatherfucker
“ uuu, 89,5 minnir mig.”
“89,5? En það er-

Þegar þau loksins komust í MS var hann mannlaus. Lík láu hér og þar og á veggnum var skrifað stórum stöfum: MR

“Ætli við förum þá ekki í MR?” sagði Skufsi

Korteri seinna stóðu þau fyrir framan hurðina að MR. Það hafði verið byrgt fyrir gluggana. Skufsi steig að hurðinni og bankaði. Hann heyrði í einhverju tala saman innifyrir og loksins var hurðin opnuð. Þríeykið steig innfyrir. Átta manna hópur var þar samankominn.

“Eruði hún?” spurði einn mannana sem var greinilega foringi þeirra.
“Erum við hver?” spurði THT á móti.
“Björgunin.”
“… nei.”
”Ojæja, því fleiri því betra. Hvernig funduði okkur?”
“Við heyrðum sendinguna ykkar.”
“Ahh, við misstum marga í MS. Ég er Chocobofan og þetta er KeggyFan.” sagði Choco og benti á einhvern gaur.
“Þið megið kalla mig Keggy. Eða…. Fan” sagði hann
“Ég er Skufsi, gaurinn með gleraugun er THT og gaurinn með sköpin er Fatherfucker.”
“Gaman að kynnast ykkur.”
“Jájá, ég frétti að þið væruð með köku.” sagði THT sem var orðinn frekar svangur
“Ó… já… já, það var lygi.” sagði Keggy. “Mín sök.”
“ohh…”
“Svo, hvernig hafiði farið að því að lifa?” spurði Skufsi.
“Við höfum hljótt um okkur, sérstaklega á næturnar.” svaraði Choco “Á daginn förum við út að safna vistum og leita að öðrum eftirlifendum. Stundum snúa ekki allir aftur.”
“Hver er þessi í hvíta jakkanum?” spurði Skufsi til að brjóta óþæginlegu þögnina og benti á gaur í hvítum jakka sem hann hafði greinilega stolið úr MS (Mjólkursamsölunni)
“Þetta er Batguy. Hann er að gera ýmsar misgáfulegar tilraunir með uppvakningana. Reyna komast að því afhverju þetta er að gerast, hvernig er best að verjast þeim. Þú veist, þess konar kjaftæði.” sagði Keggy


Seinna um kvöldið þegar allir voru farnir að sofa, voru tvær manneskjur ennþá á kreik…i?

“Tagg fyri ad bjóda mer i visindastofuna ína, Batguy” sagði Gyða “Hvad ætlaðru ad sýna mér?”
“Þetta” sagði hann og tók upp súkkulaðistykki. “Bara til að sýna að það eru engar harðar tilfinningar þótt þú neitaðir mér.”
“Mars!? É foggin elska Mars!”
“Ég veit.”
“En é finn ekkert bragð.”
“Reyndar, en-“

Gyða hámaði allt stykkið í sig.

“Mmmm, Mars.” sagði hún. Hún byrjaði að finna fyrir kláða í hálsinum.
“Það er svoldið sem ég þarf að segja þér. Þetta var Snickers.
“En… ég er með bráonnæmi fyrir-“
“Ég veit.”

Gyða byrjaði að eiga erfitt með að anda og Batguy hélt henni kyrri.

“Það eru sumir sem myndu kalla mig bitrann, og við þá segi ég… tja, ég segi ekki neitt við þá því ég drap þá. En vitaskuld dóu þau ekki til einskis. Með hverjum einasta dauða hef ég komist að því hversu hratt sýkingin dreifist. Núna þarf ég bara að komast að því hvort að sýnilega ósýkt manneskja komi aftur.”

Hann sleppti henni og hún féll á gólfið. Hún andaði ekki lengur. Og að lokum hætti hjartað hennar að slá. Batguy gaf frá sér sælustunu

“Og nú bíðum við…”
Let me in, I’ll bury the pain