Það er kalt.

Kona gengur upp Skólavörðustíginn. Stór kápa og pípa er það sem einkennir hana.

Bíll keyrir framhjá, hún lítur inn um gluggann, þótt hún viti að þetta sé ekki hann. Hún gengur lengra þangað til hún kemur að húsi, hún stingur lyklinum í skránna, opnar, og gengur inn.

Hún fer úr kápunni og kveikir ljósin. Þegar hún gengur inn í stofuna sér hún að það situr einhver í hægindastólnum.
''Halló?''
Hægindastóllinn snýst og í honum situr maður í köflóttum jakkafötum.
''Blessuð''
''Gexus! Hvernig komstu inn?''
''Ég hleypti sjálfum mér inn um gluggann, ef þér er ekki sama?''
''Hvað viltu?'' svarar Parvati
''Ég vil fá að vita afhverju þú ert að kanna mál lobstermans?''
''Það kemur þér ekki við, komdu þér út''
''Rangt svar''

Á augabragði stendur Gexus upp og gengur hratt að henni. Hún hörfar og beygir sig en það dugar ekki. Hann tekur upp hníf og eftir fáeinar sekúndur hefur hann bugað hana og heldur hnífnum að hálsinum.

''Parvati mín, ég ráðlegg þér að segja mér það sem ég vil vita''
''Ég mun aldrei hjálpa þér, skítseiði!''

Parvati snýr sér úr taki hans og tekur upp byssu og miðar á hann.
''Ég sagði þér að koma þér út''
''Þú hefur ekki heyrt það síðasta frá mér'' svarar Gexus er hann snýr sér og gengur út.
''Andskotinn''

Gexus er kominn dágóðan spöl frá húsinu þegar hann tekur upp síma, ýtir á takkana og heldur honum svo upp að eyra sér.
''Desmond? Ég þarf hjálp þína''

Hún slekkur á sjónvarpinu og stendur upp, leið hennar liggur til svefnherbergisins. Áður en hún býr sig undir að leggjast upp í rúm og afklæðast heyrir hún hljóð fyrir utan. Hún fer fram og opnar útidyrahurðina.
''Halló?''
Ekkert svar.

Hún lokar og læsir og gengur aftur inn í húsið, en áður en hún hefur gengið út ganginn er ýtt við henni og hún dettur á gólfið. Yfir henni stendur svartklæddur maður með sprautu í hvorri hendi.
Hann beygir sig hratt á eftir henni en hún skutlar sér á fótunum frá honum. Hún hoppar upp af gólfinu en hann stekkur á hana, hún ýtir honum frá sér en nær ekki að yfirbuga hann.
''Hvur andskotann ert þú?''
''Enginn''
Hann brosir.
Hún finnur stingandi sársauka í hálsinum.



Maður gengur inn í skrifstofu.

Skrifstofan er stór, fín, allt viðarklætt og antík húsgögn.

''Fáðu þér sæti''
Maðurinn sest við stórt skrifborð og hinum megin situr annar maður í stórum stól, birtan frá lampanum nær ekki upp til andlits hans.
Hann beygir sig fram, og hárgreiðslan kemur í ljós.
''Morgothal, ég þarf að fá þig í verkefni'' segir maðurinn í stóra stólnum.
''Hverskonar verkefni?''
''Ég hef fengið upplýsingar um mann sem sagður er að grafa hægt og örugglega undan þessum samtökum mínum''
''Ég drep engar löggur, þú veist það lobsterman''
''Hann er engin lögga''
''Nú? Hvað er hann þá?''
''Ég veit það ekki, það eina sem ég veit er að hann kallar sig Shrike''



''GRAUTARHAUZ!''
Hrópar THT3000 svo hátt að allir á Lögreglustöð Reykjavíkur heyra til.
''Hvað?!'' svarar lítill og væskilegur strákur með gleraugu sem situr við skrifborðið sitt.
''VILTU KOMA HINGAÐ INN EINSOG SKOT''
Grautarhauz gengur hratt og taugaveiklað inn í skrifstofu THT3000.
Hann situr við skrifborðið fúll á svipinn, bendir á lítinn blaðabunka á endanum á borðinu.
''Hvað er þetta?''
''Þetta er skýrslan mín á Böðvarssmálinu sem ég lét þig fá áðan?'' svarar Grautarhauz
''Nei, ég bað þig um skýrslu á HLÖÐVARSSON MÁLINU''
''Nú.. öhm''
''Skiptir engu, þú ert hvorteðer rekinn, drullaðu þér núna út áður en ég buffa þig í drasl''
Grautarhauz gengur út.
Gengur frá dótinu sínu og fer út í bílinn sinn.
''Fokk''
baldvinthormods@gmail.com