strætó : / mig langaði til að deila þessu sem mér finnst um stætó

Samgöngur, hollt en vont

Reykvíkingar standa sig vel í verndun umhverfisins. Margir endurnýta pappír og flöskur. Jarðvarmi er nýttur til húshitunar og flestir eru sammála um að rafmagnið sé umhverfisvænt og komi úr endurnýtanlegum orkugjöfum. Samgöngurnar í Reykjavík eru hinsvegar hræðilegar. Strætó kemur oftast seint, strætóbílstjórar hata mann og bera enga virðingu fyrir manni, sérstaklega ef þeim er sýnt nemakort. Morgunstrætó er svo yfirfullur að það er ótrúlegt að hann velti ekki þegar hann tekur beygjur.

Það má segja að strætó sé svona eins og hollur matur fyrir börn, hann er vondur á bragðið en mjög góður fyrir heilsuna. Strætó er mjög umhverfisvænn og það er gott að fólk taki strætó frekar en að keyra, en ég get ekki sagt að mér finnist gaman í strætó og ég hata að þurfa að standa á meðan ég ferðast uppí MH.
Árið 2004 gætum við sagt að strætókerfið hafi verið með 10 putta, þá komu vagnarnir á 20 mínútna fresti og þú gast ferðast eins langt og þér datt í hug. Núna er strætó hinsvegar bara með 9 putta því hann missti einn þegar vagnarnir hættu að koma á 20 mínútna fresti Nú koma þeir einungis á 30 mínútna fresti og eru því oftast yfirfullir á háannatímum. En til allrar hamingju áttu þeir gerviputta, það voru háannartímarnir, þá voru settir inn aukavagnar,vagninn kom á 15 mínútna fresti. Þetta var gert á öllum leiðum voru á öllum frá klukkan 6-8 og svo frá klukkan 17-19. Þetta var allt gott og blessað, enda getur þú lifað góðu lífi með gerviputta. Þegar maður var búinn að sætta sig við þennan gerviputta og var bara mjög ánægður með hann, tóku þeir puttann af á flestum leiðum. Einnig voru margar leiðir felldar niður eins og númer 115 og vagnarnir fóru ekki jafn djúpt inn í hverfin eins og áður. Núna er strætókerfið með 9 putta og 10 puttans er sárt saknað. Þetta bitnar á námsmönnum og öðrum sem þurfa að mæta á réttum tíma.
Reynt var að bæta fyrir minni þjónustu með því að lækka fargjaldið um 60 krónur úr 160 í 100 krónur og að auki er nú ókeypis í strætó fyrir mennta- og háskólanema, sem ég var mjög ánægður með. Ég get þó ekki sagt að það hafi verið einfalt að sækja um nemakort, það tók 3 vikur að fá það og umsóknarferlið var mjög snúið. Mér finnst því að lækkað verð hafi engan veginn bætt upp tap 10 puttans.

Reykjavíkurborg hefur minnkað þjónustuna við farþegana, sem er ekki til sóma, þar sem við Íslendingar lítum á okkur sem umhverfisvæna þjóð og verri þjónusta verður til þess að sífellt færri nota strætó en keyra í staðinn um á einkabílum sem er miklu verra fyrir umhverfið.

og mér finnst þessi mynd svo falleg…