Tónlist/Stereótýpur/Guatemala Góða kvöldið sorparar nær og fjær.

Ég hef verið að hugsa undanfarið, hefur tónlist áhrif á fólk?

Þá er ég að tala um, verður fólk meira árásargjarnt þegar sett er á harðkjarna metal, eða meira blíðara ef sett er á ljúfa djasstóna eða dægurtónlist?

Ég hef verið að gera tilraunir á þessu á pizzastaðnum á Laugaveginum þar sem ég vinn stundum og þá prófa ég að setja á svona, rólega djass tónlist eitt kvöldið og þá er allt voða rólegt og fínt og fólkið ekkert að æsa sig.

En, svo næsta kvöld þegar ég prófa að setja á einhverskonar metal/rokk, þá er eins og það sé meiri æsingur í fólkinu og kannski ef til vill slagsmál fyrir utan staðinn.


Það sem ég er að pæla, hefur tónlist mikil áhrif á mannskepnuna eða persónuleika/persónueinkenni, kannski jafnvel útlit hennar.

Ég þoli reyndar ekki þegar fólk er að flokka annað fólk niður í ‘'týpur’' og þannig en ég ætla að leyfa mér að vera dálítið þannig núna.
Við þekkjum öll ‘Metalhausa’, þegar við heyrum þetta orð fáum við ákveðna mynd uppí hausinn á okkur.

Kannski síðhærðan gaur í skítugum Slayer bol og hlustar gjarnan á metal.

Svo heyrum við ‘Hnakkamella’, þá fáum við aðra mynd í hausinn okkar.

Kannski stelpa með ljóst aflitað hár, mjöög brún eftir mikla ljósabekkjanotkun og svo andlitið ein stór meikdolla, og hlustar á techno.


Núna veit ég ekkert hvað ég er kominn út í. o.o

En hugsið ykkur aðeins, hefur tónlist svona mikil áhrif á manneskju? Og er tónlist svona stór partur í menningu?

Ég segi já.




I have spoken!
baldvinthormods@gmail.com