Þar sem ég hafði gert það að ævistarfi mínu að frelsa öll dýr jarðar frá misnotkun þá þurfti ég eitthverja ofurkrafta!
Ég fór því til Feneyja og drakk úr vatninu sem rann þar, mjög geislavirkt efni.
Þá um nóttina leið ég vítiskvalir og hélt að ég myndi ekki lifa af þessa hræðilegu pínu!
Enn þegar ég náði að festa svefn svaf ég í 3 sólarhringa og þegar ég vaknaði var ég með vængi og rauð augu ég blikkaði og þá skutust brennandi leizerar útum augun á mér.
Ég ákvað að testa hvort þessir vængir virkuðu og hoppaði fram af svölum á 3. hæð. Þeir virkuðu ekki…
ég komst að því að ég hafði drukkið af stað þar sem fullt af hænum hefðu drekkt sér eftir að hafa þurft að vinna við að búa til feik Chanel veski í 4 ár ,og því svo vængir mínir svona eins og hænu vængir.
Þ.e þeir eru bara þarna!
Ég gekk út á götur Feneyja með límband til að halda augunum opnum enn svo þurfti ég að hnerra, ég hnerraði og límbandið losnaði svo ég blikkaði ótt og títt.
Ákvað svo að forða mér bara því ég sprengdi flotholt eyjarinnar og Feneyjar voru að sökkva, ég hrinti eitthverjum gaur af gondólanum sínum og stal honum og réri eins og ég ætti lífið að leysa!
Þegar ég kom til Ítalíu blöskraði mér, allstaðar var verið að nota dýr sem vinnuafl eða eitthva því um líkt.
Geitur og hænur stóðu á götuhornum augljóslega að selja sig, enn verst fannst mér þegar ég sá hamstradreginn hestvagn. Hamstrarnir voru við það að gefast upp svo ég blikkaði augunum og skaut leysigeislum á beislin þeirra.
Hefði kannski átt að láta það ógert því núna voru 5 hamstrar af 7 grillaðir og hinir 2 skíthræddir..
Enn ég var nú líka bara nýbyrjuð í þessu ofurhetjustarfi mínu, mætti kalla þetta starskynningu.
Eftir að hafa flakkað um heiminn gerði ég mér grein fyrir því að ég gæti aldrei hreinsað heiminn ein míns liðs.
Ég lét auglýsingu í fréttablaðið sem hljómaði svona.

“Ég er einmana ofurhetja að leita að eitthverjum til að eyða ævinni með áhugasamir sendi mér E-mail á einmanaofurhetja@gmail.is”

Og fór svo að leita að hugrökkum dýrum til að hjálpa mér að hreinsa heiminn af spillingunni!
Ég fékk engin svör við auglýsingunni minni enn ég fékk 200 dýr sem höfðu fengið nóg af illri meðferð og vildu hjálpa til!

Þjálfunin hófst!!
Ég skipti þeim öllum í hópa, Samningamenn, Harðir samningamenn, Ennþá Harðari samningamenn og launmorðingjar..
Þótt undarlegt megi virðast þá vildu flesti vera í síðast talda hópnum.
Eftir hálft ár var staðan þannig að 50 voru í hverjum hóp ég skipti þeim öllum í minni hópa og sendi þá með flugi eitthvert útí heim þar sem þeir áttu að frelsa öll nauðstödd dýr í heiminum!
Enn ég var bara ein eftir á Íslandi og sá um að frelsa öll dýrin hér.
Enn líf ofurhetju er ekki auðvelt, enginn mátti vita hver ég í rauninni var og ég var orðin frekar einmana.
Þegar ég kom heim á kvöldin var allt eins ég eldaði mér 1944 máltíð og drakk mjólk með. Og þegar leið á kvöldið settist ég fyrir framan sjónvarpið með whiskey glas og sofnaði yfirleitt fyrir framan sjónvarpið.
Enn það varð mér dýrkeypt eitt kvöld í oktober.
lol