Okay, þetta er í fyrsta skipti sem ég er að gera svona grein eða hvað þið viljið kalla þetta & veit ekkert hvar ég á að setja þetta inn.. en allavega.

Sko ég veit ég hljóma ábyggilega eins og versta tík en ég verð bara að koma þessu frá mér. Ég var að byrja í nýjum skóla á nýjum landshluta í burtu frá öllum vinum mínum sem mér þykir svo vænt um það hefur verið geðveikt erfitt fyrir mig að höndla það að vera í nýjum skóla..

Ég hef alltaf verið mjög félagslynd manneskja & tekið þátt í öllu sem er að gerast en eftir ég byrjaði i þessum skóla.. eða í september er ég ekki búin að kynnast neinum nema einni stelpu ( fer nánar út í það á eftir ).

Og mér finnst þetta svo skrýtið því ég hef aldrei lent í þessu áður að skipta um skóla og ég þori varla að koma einu orði út úr mér og mér líður bara hræðilega í þessum skóla. og ég er alltaf að tala við mömmu að ég meiki þetta ekki lengur & mamma segir bara að það sé svo stutt eftir af skólanum að það taki því ekki að fara skipta..

Og þessi vinkona mín sem er by the way eina stelpan af 500 nemendum í skólanum sem ég tala við. Ég er með henni í hverjum einasta tíma, hverri einustu eyðu & alltaf eftir skóla og ég er komin með hálfgert ógeð af henni. Og ég er með feitt samviskubit yfir því, því ef hún væri ekki í skólanum væri ég ábyggilega orðin þunglyndissjúklingur á háu stigi. Ég bara meika það ekki að vera með einni og sömu manneskjunni 24/7..

Og ég er búin að vera tala um við hana að ég ætla að reyna að fara í Versló næsta haust & ehv´. og hún er alveg þú verður að vera með mér og engum nema mér og mér líður eins og í fangelsi því hún er svo mikil frekja og vill fá alllt sitt fram.. æj ég er í svo miklum vandræðum og mér liður svo illa & langar bara að tíminn stoppist eins og hann var í fyrra..


& ps. endilega segið mér ef ég er ekki með dálkinn á re´ttum stað ! ég er að reyna læra á þetta kerfi & ehv. en æj. o það er svo erfitt að vera unglingur nú til dags x) haha
bítt'í píkuna á þér