*Formálaformáli
Hellúú fólks. Þessi grein varð of löng, og ákvað ég því að senda hana inn í 2 pörtum. Part no uno er hérna fyrir neðan, og part.. tvúó kemur síðar. En ég lofa að öll orðin munu koma fyrir í þessum tveim pörtum, örvæntið ei. Jæja, njótiiiið*

——————————————————


Formáli


Tilvitnun úr Fréttabréfi Sorpsins, 2007
“…Auk þess líður nú að hinni árlegu vorferð okkar! Þetta ár ætlum við að fara saman til eyðifjarðarins Sauðárkróks og dveljast þar á gömlum, draugalegum og yfirgefnum spítala eina helgi. Margt verður haft fyrir stafni, en nánari dagskrá má finna ef þið skrollið aðeins niður. Við munum koma til Spítalans seint á föstudagskvöldið svo hin eiginlega dagskrá byrjar ekki fyrr en á laugardaginn. Við vonumst til að sem flestir láti sjá sig, skráning fer fram á korkinum “Skráning!” Sem finna má í Ruslafötunni. Listi yfir hluti sem æskilegt er að taka með sér má einnig finna neðar í þessu bréfi. Sjáumst þá!
- ChocoboFan og LindeLou”


Listi yfir Sorpara sem ætla að taka þátt, tekið af þræðinum “Skráning!”

Alexsandra – LindeLou
Atli – Vansi
Bergrún – NotQuite
Bjarni – DrHaha
Davíði – Afhverju
Dagný – Delete
Eysteinn – Laddis
Geir – Gexus
Gunnjón - Fuckface
Hammi – Rakvelarblad
Haraldur – Hararaldur
Haukur - NeonBible
Hjödda – Naflastrengur
Moony – Moony23 (Því miður er ekki hægt að birta alvöru nafn einstaklings þar sem viðkomandi er á flótta undan ítölsku mafíunni)
Nesi – CockOfTheRock
Parvati – Parvati (Því miður er ekki hægt að birta alvöru nafn einstaklings þar sem viðkomandi er undir vitnavernd)
Pési - Pesi
Ragga – Padfoot
Regza – Regza
Sunna – Sunnagje
Tumi – lobsterman
Viggi – ChocoboFan
Þórður – THT3000

Því miður komust ekki fleiri með vegna takmarkaðs pláss


*************


Saga okkar byrjar klukkan 9:46, eldsnemma á laugardagsmorgni, inni í eldhúsinu á gamla, yfirgefna Spítalanum á Sauðárkróki. Fyrstu sólargeislarnir leika um eldhúsborðið. Fuglasöngur heyrist fyrir utan gluggan og-

“Ég vissi að þú myndir koma hingað.” Heyrðist yfirveguð rödd segja innan úr skugganum á ganginum.
Mannveran sem hafði verið að skríða laumulega yfir gólfið í áttina að ruslaskápnum fraus, snéri sér svo hægt við.

“Viggi…” sagði Haukur og reisti sig varfærnislega upp.

“Haukur.” Svaraði Viggi og steig útur skugganum. Hann var klæddur í Simpsons boxer brók, með sjórnæningjahatt á höfðinu, ámálað yfirvaraskegg og hélt á tveimur dótabyssum, einni í hvorri hendi.

“Mig grunaði að þú myndir reina að stela valhnetunni. En ég greip þig glóðvolgan, þú leikur ekki svona auðveldlega á- HEY!”

Eldsnöggt hafði Haukur skotist að ruslaskápnum, þeytt honum upp og gripið lítinn tinkassa sem var falinn undir tuskunum. Viggi stökk yfir eldhúsgólfið og reyndi að ná kassanum af Hauk, sem veitti mikla mótspyrnu.

“Mín. Hneta!” hvæsti Viggi út á milli samanbitinna tannanna.

“Hvað ætlar þú svosem að gera með hana! Þú borðar ekki hetur!” æpti Haukur reiðilega.

“Só! Ég þarf hana, annars verð ég ekki einsog Captain Jack Sparrow! My peanut! MY! PEA! NUT!”

Skyndilega kveiknuðu ljósin og Viggi og Haukur litu upp. Í dyrunum stóðu tvær mjööög grumpy looking mannverur, klæddar í náttföt og með úfið hár.

“Strákar… Plís. Það er fólk að reyna að sofa hérna…” muldraði Parvati reiðilega og nuddaði augun. Ragga, sem stóð við hliðina á henni kinnkaði kolli til samþykkis.

“Já en! Hann var að stela hnetunni minni!” Mótmælti Haukur.

“Hnetunni þinni? Ég á hana!” svaraði Viggi fúll.

Ragga sagði ekkert, en labbaði að þeim með hálf lokuð augun, þreif boxið með hnetunni af Hauk og labbaði að bekknum. Viggi kiptist við en hreyfði sig þó ekki. Ragga tók fram kjöthníf, opnaði boxið, setti hnetuna á bekkinn og hjó hana í sundur.

“Núna eigið báðir hnetu.” Sagði hún þreytulega, snéri sér við og hún og Parvati hurfu inní myrkrið á ný.



Á sama tíma, inni í setustofunni….





“Hahahahaha! Og þá, þá sagði ég, “Mamma.. gó tú jor rúm!” Hahahaha!”

Á sófanum í stofunni sátu þeir Pési og Tumi. Í kringum þá mátti sjá glitta í hinar ýmsu tegundir af tómum áfengisflöskum.

“Hey, Tumi? Jó? Æjji só vott…” Og með það sofnaði Pési líka.



**********



Klukkan 10 hringdi vekjaraklukka í herbergi 207. Hönd birtist undan sænginni í neðri kojunni og lamdi á klukkuna sem þagnaði óðar. Nokkrum mínútum síðar skreyddist myglaður unglingspiltur sem við þekkjum ekki útúr rúminu og fram á baðherbergi. Að 15 mínútum liðnum gekk inní herbergið fullklæddur, greiddur og tilsjænaður Eysteinn. Hann læddist að hinni kojunni, bældi niður fliss og potaði svo fast í manneskjuna undir sænginni, snéri sér síðan við, vék sér naumlega undan bangsanum sem hent var í áttina að honum og skellti hurðinni hlæjandi á eftir sér. Manneskjan sem varð fyrir barðinu á potfíkn Eysteins hoppaði niður úr kojunni og gekk að bangsanum.

“Fyrirgefðu, Dagfinnur… Ég greip bara það sem var næst mér, ég var að verja þig fyrir Eysteini… Fyrigefðu, pabbi ætlaði ekki að meiða þig…” hvíslaði Haraldur ástúðlega að bangsanum áður en hann klifraði aftur upp í kojuna og undir sæng.



***********




“Hey! Bergrún? Nenniru að setja þrjú brauð í ristina fyrir mig?”

Flestir af Sorpurnum okkar voru nú vaknaðir, klukkan að verða hálf tólf, og sátu þau að snæðingi í eldhúsinu.

“Nei, ég nenni því ekki.” Svaraði Bergrún og settist niður, “þú ert búinn að borða 5 ristabrauð, Þórður. Ætlaru að éta allann pokann?”

“Nei, nei, bara brauðin innaní honum. Púrrúmmtiss!”

“Ha, ha, ha..” Heyrðist frá Bjarna, sem sat við endann á borðinu og át kókópöffs. Þórður horfði illilega á hann.

“Ég fæ mér þá bara ristabrauð sjálfur, fyrst allir hérna eru að reyna að drepa mig úr sulti…” sagði Þórður og stóð upp. Á því andartaki þeyttist Alexsandra inní herbergið með skærbleika möppu í hendinni.

“Góðan daginn!” sagði hún glaðlega, “Nú. Eru allir vaknaðir?”

“Uuu, allir nema Tumi, Pési, Parvati og Nesi.” Svaraði Hammi og skimaði yfir hópinn.

“Já, þau eru þau einu sem ekki voru vakin á mjög brútal hátt…” Gunnjón og horfði stíft á Dabba sem brosti og vinkaði. Þessi orð fengu helminginn af unglingunum við borðið til að horfa á sama, illilegaa máta á hinn helminginn, sem brosti og veifaði á sama, saklausa hátt og Davíð hafði gert.

“Já,já, getur einhver farið og vakið þau?” sagði Lexa ráðsmannslega og skrifaði eitthvað hjá sér í bleiku möppuna. Moony og Dagný buðu sig fram til að fara upp og ná í Nesa og Parvati, Geir og Atli fengu það mikilvæga hlutverk að vekja Tuma og Pésa.

Á meðan þau fjögur voru í burtu kláruðu hinir að borða, sátu svo og spjölluðu saman. Allt í einu heyrðust öskur af efri hæðinni og hurð var skellt. Eldhúsið þagnaði. Nokkrum augnablikum síðar birtist Dagný niðri aftur, skelkuð á svipin.

“Ehh.. Parvati vill ekki vakna.” Sagði hún vandræðalega og settist niðu.

“Let me handle it.” Sagði Ragga hörkulega, bretti upp ermarnar og fór fram.
Stuttu síðar birtust Atli og Geir með Tuma og Pésa í eftirdragi, þeir síðarnefndu frekar eymdarlegir álits.

“Hvenær fóruð þið eiginlega að sofa?” spurði Regza og leit upp úr bókinni sinni, “135 leiðir til að ríða fola.”

“Uuuh… níu?” dæsti Tumi og fékk sér kaffi.

Einhver heyrðist bölva uppí stiganum og einsog búast mátti við birtust Ragga, Parvati, Moony og Nesi í eldhúsinu sekúndum síðar. Þau settust niður án þess að segja orð og biður eftir frekari babbli frá Lexu.

“Gott, gott. Ég vil bara byrja á því að bjóða alla velkomna hingað til the Spítali, vonandi gekk ferðin í gær vel. Núúú, fyrst á dagskrá er sund. Vegna takmarkaðs fjölda af sturtum myndi það taka allan daginn fyrir fólk að fara í sturtu, svo við ætlum að skella okkur í sund í staðin. Allir eiga að vera mættir út að rútunni eftir hálftíma með allt sunddótið, er það skilið?”



******************




Rútubílstjórinn hét Guðvarður. Guðvarður var stór og feitur, í rútubílstjórajakka, með þykkt yfirvarskegg og fæðingarblett á enninu. Þegar allir voru komnir inní rútuna stóð Guðvarður á fætur og tók sér hljóðnemann í hönd.

“Einn, tveir, einn tveir, testing, testing, heyriði í mér?” rumdi í honum. “Góðann daginn unga fólk. Ég vil bara koma á framfæri nokkrum hlutum sem ég byrja ætíð á að segja þegar ég fæ nýjann hóp í rútuskutleringu til mín. Í fyrsta lagi, þá heiti ég Guðvarður, og uppáhalds liturinn minn er rósrauður.”

“Meinaru bleikur?” kallaði Haraldur úr öftustu röðinni.

“Nei.” Svaraði Guðvarður og varð rauður í framan. “Rósrauður. Ekki bleikur! Já. Ég heiti sem sagt Guðvarður og er rútubílstjóri. Einnig ætla ég að hvetja ykkur til að taka lýsi á hverjum degi, það styrkir ofnæmiskerfið og er gott fyrir líkamann í alla staði. Í þriðja lagi vil ég bara segja ykkur eitt. Ekki stunda kynlíf. Ef þið gerið það fáiði eyðni. Ef þið fáið eyðni, þá deyjiði. Þið viljið ekki fá eyðni. Ekki stunda kynlíf. Er það skilið?”

“Hey!” kallaði Lexa, “Þetta er alveg einsog eitt atriði í einni af myndunum með uppáhalds leikkonunni minni, henni Lindsey Lohan!”

Sorparar horfðu hissa á Lexu, því næst á Guðvarð, kinkuðu svo kolli og reyndu að hlæja ekki. Alexsandra tók nú við míkrafóninum.

“Já, takk fyrir þettta Guðvarður…Ahem.” Guðvarður settist niður og keyrði af stað. “Sundlaugin er aðeins í 20 mínútna fjarlægð héðan,” hélt Lexa áfram, “og þegar við komum þangað fara allir beint inní búningsklefana. Stelpuklefar til hægri, strákaklefar til vinstri. Muniði það, annars fáiði EYÐNI! Dun dun dun dun. Takk fyrir.”

Á leiðinni störtuðu Sunna og Eysteinn fjöldasöng. Allir sungu saman “Áfram, áfram, áfram bílstjórinn” og eftir mikinn þrýsting frá fellow sorpurum stóð Atli upp og rappaði ALLT mörgæsalagið, áhorfendum til mikillar gleði.

Þegar í sundlaugina var komið fóru stelpurnar í búningsherbergið til hægri, og strákarnir til vinstri. Sundlaugarsvæðið samanstóð af einni 15 metra langri sundlaug og tveimur litlum heitapottum. Eysteinn hljóp beint að heitapottinum og lá þar allan tíman í sólbaði. Bjarna var næstum drekkt af Vigga og Þórði, á meðan Bergrún, Regza og Sunna lögðu Pésa í einelti með því að endurtekið kasta í hann snjóboltum. Það var nefnilega einn einmanna snjóskafl í horninu sundlaugarsvæðinu, þó að það væri sól. Þetta var galdra snjóskafl. Tumi skemmti sér við að henda þangað sér minna fólki. Hjödda, Dagný, Hammi, Moony, Parvati og Nesi fengu ferð í skaflinn. Þau tvö síðast nefndu þoldu það virkilega illa þar sem þau höfðu ekki komist í kast við snjó svo lengi. Geir, Gunnjón og Dabbi uppgötvuðu nýjann hæfileika. Svona vatnsfimleikadansthingy, og voru þeir úber flottir.

Klukkan 2 voru allir reknir uppúr og fólk fór inní rétta búiningsklefa. Enginn fékk eyðni í þessari sundferð, að minsta kosti ekki svo vitað sé. Reyndar var einhver orðrómur um tvo ónefnda perra í hópnum, en við ætlum ekki að fara nánar útí þá sálma. Strákarnir þurftu að bíða í hálftíma úti í rútu eftir stelpunum, en þegar þær loksins létu sjá sig brunaði Guðvarður okkar af stað á ný. Rútuferðin gekk vel að mestu leiti. Það eina sem uppá kom var að Moony greyið fékk taugaáfall þegar hann sá hóp af svarthræðum mönnum í jakkafötum gangandi eftir vegarkantinum, og hélt hann því fram að þarna væri komin mafían að finna hann. Sunna náði þó að róa hann niður á endanum, og Geir gaf honum súkkulaði sem gerði þetta allt miklu betra.
Þegar rútan var að renna upp að spítalanum stóð Alexsandra á fætur á ný.

“Jæja! Næst á dagskrá er kaffitími, og á eftir því…. FELULEIKUR!”

“YAAAAAAY!”

——————————————————–

*Missið ekki af framhaldi í næsta parti. Dun dun dun!*
We're just two lost souls wimming in a fish bowl.